Hvað er málið með Materazzi? 29. janúar 2007 12:23 Gennaro Delvecchio fær að líta rauða spjaldið í leiknum í gærkvöldi. MYND/AFP Marco Materazzi, ítalski varnarmaðurinn hjá Inter Milan, hefur enn einu komið sér í sviðsljósið en í gærkvöldi varð hann þess valdur að Gennaro Delvecchio, leikmaður Sampdoria, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign liðanna. Atvikið þykir minna óþarflega mikið á uppákomu hans og Zinedine Zidane á HM síðastliðið sumar. Delvecchio vandar Materazzi ekki kveðjurnar en það var á 7. mínútu leiksins í gærkvöldi sem að hann reyndi að ná til boltans áður en hann komst í hendurnar á Julio Cesar, markverði Inter. Svo virtist sem að Delvecchio hefði sparkað lítillega í Cesar og við það hljóp Materazzi að leikmanninum og hrópaði að honum ókvæðisorðum. Delvecchio otaði hausnum að andliti Materazzi sem síðan féll með tilþrifum í jörðina líkt og hann hefði verið skallaður alvarlega. Delvecchio fékk umsvifalaust að líta rauða spjaldið. Eftir leikinn sakaði Delvecchio ítalska landsliðsmanninn um að hafa ögrað sér. "Það sem ég gerði var rangt en ég brást svona við ljótum orðum Materazzi. Hann sakaði mig um að vilja meiða aðra leikmenn sem er auðvitað alrangt. Þið ættuð að lesa varir hans og sjá hvað hann sagði við mig," sagði Delvecchio eftir leikinn. Materazzi sá málið frá annari hlið, eins og honum er venja til. "Ég gerði ekkert rangt. Ég sagði honum bara að hætta því sem hann var að gera," sagði Materazzi. "Áður en ég vissi af hafði hann skallað mig. Ég fékk skurð á vörina og það blæddi úr mér," bætti hann við. Hægt er að sjá myndband af atvikinu á síðunni kvikmynd.is eða með því að smella hér. Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira
Marco Materazzi, ítalski varnarmaðurinn hjá Inter Milan, hefur enn einu komið sér í sviðsljósið en í gærkvöldi varð hann þess valdur að Gennaro Delvecchio, leikmaður Sampdoria, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign liðanna. Atvikið þykir minna óþarflega mikið á uppákomu hans og Zinedine Zidane á HM síðastliðið sumar. Delvecchio vandar Materazzi ekki kveðjurnar en það var á 7. mínútu leiksins í gærkvöldi sem að hann reyndi að ná til boltans áður en hann komst í hendurnar á Julio Cesar, markverði Inter. Svo virtist sem að Delvecchio hefði sparkað lítillega í Cesar og við það hljóp Materazzi að leikmanninum og hrópaði að honum ókvæðisorðum. Delvecchio otaði hausnum að andliti Materazzi sem síðan féll með tilþrifum í jörðina líkt og hann hefði verið skallaður alvarlega. Delvecchio fékk umsvifalaust að líta rauða spjaldið. Eftir leikinn sakaði Delvecchio ítalska landsliðsmanninn um að hafa ögrað sér. "Það sem ég gerði var rangt en ég brást svona við ljótum orðum Materazzi. Hann sakaði mig um að vilja meiða aðra leikmenn sem er auðvitað alrangt. Þið ættuð að lesa varir hans og sjá hvað hann sagði við mig," sagði Delvecchio eftir leikinn. Materazzi sá málið frá annari hlið, eins og honum er venja til. "Ég gerði ekkert rangt. Ég sagði honum bara að hætta því sem hann var að gera," sagði Materazzi. "Áður en ég vissi af hafði hann skallað mig. Ég fékk skurð á vörina og það blæddi úr mér," bætti hann við. Hægt er að sjá myndband af atvikinu á síðunni kvikmynd.is eða með því að smella hér.
Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira