Montgomerie vill verða fyrirliði Evrópuliðsins 29. janúar 2007 14:30 Colin Montgomerie er einna þekktastur fyrir að vera einn allra besti kylfingur í heimi sem enn hefur ekki unnið stórmót. MYND/Getty Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie hefur sett sér það markmið að verða fyrirliði Evrópuliðsins í keppninni um Ryder-bikarinn árið 2010. Fari svo að honum takist ekki ætlunarverk sitt mun Montgomerie freista þess að hljóta nafnbótina árið 2014, en þá fer keppnin fram í heimalandi hans. Montgomerie greindi frá þessu í samtali við breska fjölmiðla í gær þegar hann var spurður út hvers hann vænti af Nick Faldo sem fyrirliða Evrópuliðsins í næstu keppni, en hún fer fram árið 2008. "Nick verður frábær. Hann býr yfir ótrúlegri reynslu og hefur spilað oftar í Ryder-keppninni en nokkur annar. Vonandi verð ég í liðinu hans á næsta ári og vonandi verð ég síðan fyrirliði í næstu keppni þar á eftir," sagði Montgomerie og kom bresku fjölmiðlamönnunum í opna skjöldu með ummælum sínum. "Það er ekkert launungarmál að ég stefni á að verða fyrirliði Evrópuliðsins. Ef ekki 2010 þá væri Gleneagles (2014) fín keppni til að leiða Evrópuliðið," sagði Montgomerie, en sá völlur er einmitt í Skotlandi. Golf Íþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie hefur sett sér það markmið að verða fyrirliði Evrópuliðsins í keppninni um Ryder-bikarinn árið 2010. Fari svo að honum takist ekki ætlunarverk sitt mun Montgomerie freista þess að hljóta nafnbótina árið 2014, en þá fer keppnin fram í heimalandi hans. Montgomerie greindi frá þessu í samtali við breska fjölmiðla í gær þegar hann var spurður út hvers hann vænti af Nick Faldo sem fyrirliða Evrópuliðsins í næstu keppni, en hún fer fram árið 2008. "Nick verður frábær. Hann býr yfir ótrúlegri reynslu og hefur spilað oftar í Ryder-keppninni en nokkur annar. Vonandi verð ég í liðinu hans á næsta ári og vonandi verð ég síðan fyrirliði í næstu keppni þar á eftir," sagði Montgomerie og kom bresku fjölmiðlamönnunum í opna skjöldu með ummælum sínum. "Það er ekkert launungarmál að ég stefni á að verða fyrirliði Evrópuliðsins. Ef ekki 2010 þá væri Gleneagles (2014) fín keppni til að leiða Evrópuliðið," sagði Montgomerie, en sá völlur er einmitt í Skotlandi.
Golf Íþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira