Tölvuleikjafíkn vaxandi vandamál 1. febrúar 2007 18:53 Unglingur í Hafnarfirði gekk berseksgang á heimilinu sínu í gærkvöldi af því að foreldrar hans sögðu upp nettengingu og hann gat ekki spilað uppáhalds tölvuleikinn sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn og segir að tilfellum af þessu tagi fara fjölgandi. Engin sérstök úrræði eru fyrir tölvuleikjafíkla hér á landi og viðfangsefnið er órannsakað. Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á barna og unglingageðdeild landsspítalans telur þörf á rannsóknum en segir um hegðunarvanda að ræða. Foreldrar þurfi að setja börnum mörk í rólegheitum og mjög mikilvægt sé að þau samþykki og viðurkenni mörkin, þá sé auðveldara að framfylgja þeim. Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson er kennari og heldur fyrirlestra um tölvuleikjafíkn. Hann varð sjálfur fíkill árið 1977 þegar fyrstu Pacman spilakassarnir komu til landsins. Hann segist fyrst hafa lent í vandamáli 12 ára gamall þegar hann eyddi blaðburðarlaunum í spilakassa. Þegar PC tölvur urðu algengari varð Þorsteinn enn háðari tölvuleikjum. Hann fékk svo nóg 33 ára gamall og hætti. Afleiðingarnar voru kvíðaköst og þunglyndi. Hann áttaði sig á því að hann hafði sóað mörgum árum. Hann sagði: "Ég bjó hjá mömmu, átti ekkert, ekki heldur konu eða fjöskyldu." Hann segir stöðuna lýsandi fyrir marga sem hann þekki. Þorsteinn heldur fyrirlestra í grunnskólum um tölvuleikjafíkn. Fyrirlestrana hefur hann haldið frá því í haust og segist finna fyrir auknum áhuga á málefninu. Hann segir engin meðferðarúrræði eða stuðningshópa til; "Þetta er fíkn, sem þarf að takast á við sem fíkn." Magnús Þóroddsson er 19 ára nemandi í Fjölbraut í Ármúla. Hann telst ósköp eðlilegur ungur maður og skammtar sér tíma til að leika tölvuleiki á hverjum degi. Það eru að meðaltali þrír til fjórir klukkutímar á dag, en hann hefur gleymt sér í leiknum í einn til tvo sólarhringa, ... án þess að sofa. "Þá situr maður bara fyrir framan skjáinn, hooked á þessu." Ólafur telur að tölvuleikjafíkn þurfi að rannsaka, bæði hér á landi og erlendis. Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Unglingur í Hafnarfirði gekk berseksgang á heimilinu sínu í gærkvöldi af því að foreldrar hans sögðu upp nettengingu og hann gat ekki spilað uppáhalds tölvuleikinn sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn og segir að tilfellum af þessu tagi fara fjölgandi. Engin sérstök úrræði eru fyrir tölvuleikjafíkla hér á landi og viðfangsefnið er órannsakað. Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á barna og unglingageðdeild landsspítalans telur þörf á rannsóknum en segir um hegðunarvanda að ræða. Foreldrar þurfi að setja börnum mörk í rólegheitum og mjög mikilvægt sé að þau samþykki og viðurkenni mörkin, þá sé auðveldara að framfylgja þeim. Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson er kennari og heldur fyrirlestra um tölvuleikjafíkn. Hann varð sjálfur fíkill árið 1977 þegar fyrstu Pacman spilakassarnir komu til landsins. Hann segist fyrst hafa lent í vandamáli 12 ára gamall þegar hann eyddi blaðburðarlaunum í spilakassa. Þegar PC tölvur urðu algengari varð Þorsteinn enn háðari tölvuleikjum. Hann fékk svo nóg 33 ára gamall og hætti. Afleiðingarnar voru kvíðaköst og þunglyndi. Hann áttaði sig á því að hann hafði sóað mörgum árum. Hann sagði: "Ég bjó hjá mömmu, átti ekkert, ekki heldur konu eða fjöskyldu." Hann segir stöðuna lýsandi fyrir marga sem hann þekki. Þorsteinn heldur fyrirlestra í grunnskólum um tölvuleikjafíkn. Fyrirlestrana hefur hann haldið frá því í haust og segist finna fyrir auknum áhuga á málefninu. Hann segir engin meðferðarúrræði eða stuðningshópa til; "Þetta er fíkn, sem þarf að takast á við sem fíkn." Magnús Þóroddsson er 19 ára nemandi í Fjölbraut í Ármúla. Hann telst ósköp eðlilegur ungur maður og skammtar sér tíma til að leika tölvuleiki á hverjum degi. Það eru að meðaltali þrír til fjórir klukkutímar á dag, en hann hefur gleymt sér í leiknum í einn til tvo sólarhringa, ... án þess að sofa. "Þá situr maður bara fyrir framan skjáinn, hooked á þessu." Ólafur telur að tölvuleikjafíkn þurfi að rannsaka, bæði hér á landi og erlendis.
Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira