Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 13:29 Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segir samstarfið við hina stjórnarflokkana tvo ganga vel og að traust ríki þeirra á milli. Það sé ekki rétt að Flokkur fólksins hafi borið skarðan hlut frá borði í stjórnarmyndunarviðræðum líkt og oft hefur verið sagt í opinberri umræðu. Vísir/Vilhelm Allar líkur eru á því að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á Alþingi í dag. Aðstoðarmaður barnamálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar lagði málið fyrst fram árið 2019 en hann segir að dagurinn sé stór í mannréttindasögu Íslands. Allar líkur eru á því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á Alþingi í dag. Aðstoðarmaður barnamálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar lagði málið fyrst fram árið 2019 en hann segir að dagurinn sé stór í mannréttindasögu Íslands. Samningurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og að fötluðu fólki sé tryggð jöfn réttarvernd gegn mismunun. Málið á sér þó langan aðdraganda en Ágúst Ólafur Ágústsson, aðstoðamaður barnamálaráðherra, lagði fram þingsályktunartillögu um málið þegar hann var þingmaður Samfylkingarinnar árið 2019 en segir að 12. nóvember verði stór dagur í mannréttindasögu Íslands.„Með lögfestingunni verður hægt að beita þessum samningi og þeim réttindum sem honum fylgja samkvæmt landsrétti en ekki bara samkvæmt þjóðarrétti þannig að nú verður alþjóðasamningurinn jafn rétthár öðrum lögum í landinu. Það má ekki brjóta hann frekar en umferðarlögin í landinu,“ sagði Ágúst Ólafur sem var að vonum ánægður með daginn. Fulltrúar Öryrkjabandalagsins ætla að fjölmenna á þingpallana við þetta tækifæri. Flokkur fólksins er auk þess með mörg önnur stór mál á dagskrá í dag. Ragnar Þór Ingólfsson er þingflokksformaður Flokks fólksins.„Það má segja að þetta sé svolítið dagurinn okkar að afgreiða loksins samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þetta er náttúrulega risastórt mál og mikið réttlætismál og eitt af stóru málunum hjá Flokki fólksins. Síðan með dýrahaldið þá er verið að auka réttindi þeirra sem eru með gæludýr, þetta er gríðarlega mikilvægt réttlætis- og mannréttindamál.“ Þá er á dagskrá fyrsta umræða um mál Ingu Sæland um sérstaka desembereingreiðslu til handa örorku- og ellilífeyrisþegum. Í opinberri umræðu hefur mikið verið talað um að Flokkur fólksins hafi borið skarðan hlut frá borði í stjórnarsáttmálanum. „Samstarfið við stjórnarflokkana hefur gengið ákaflega vel og það er mikið traust á milli aðila og þessi umræða um að Flokkur fólks hafi borið skarðan hlut frá borði er orðum aukin og jaðrar við áróður gegn okkur vegna þess að við höfum náð fram fjöldanum öllum af góðum málum sem snúa að bæði húsnæðismálunum, mikilvægum áföngum þar, við erum að fara í uppbyggingu í Úlfarsárdal sem var eitt af stóru málunum, við erum að efla hlutdeildarlánakerfið og uppbyggingu hjúkrunarheimila sem er eitt af risastóru málunum.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Setja á fót mannréttindastofnun eftir ítrekuð tilmæli Frumvarp um að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma slíkri stofnun á fót. 12. júní 2023 18:44 Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. 10. nóvember 2025 20:27 Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í dag undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta undan því að nefndarstarf gangi illa í sumum nefndum, sérstaklega í velferðarnefnd. Formaður nefndarinnar er Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sem er þingkona Flokks fólksins. 13. maí 2025 14:37 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
Allar líkur eru á því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á Alþingi í dag. Aðstoðarmaður barnamálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar lagði málið fyrst fram árið 2019 en hann segir að dagurinn sé stór í mannréttindasögu Íslands. Samningurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og að fötluðu fólki sé tryggð jöfn réttarvernd gegn mismunun. Málið á sér þó langan aðdraganda en Ágúst Ólafur Ágústsson, aðstoðamaður barnamálaráðherra, lagði fram þingsályktunartillögu um málið þegar hann var þingmaður Samfylkingarinnar árið 2019 en segir að 12. nóvember verði stór dagur í mannréttindasögu Íslands.„Með lögfestingunni verður hægt að beita þessum samningi og þeim réttindum sem honum fylgja samkvæmt landsrétti en ekki bara samkvæmt þjóðarrétti þannig að nú verður alþjóðasamningurinn jafn rétthár öðrum lögum í landinu. Það má ekki brjóta hann frekar en umferðarlögin í landinu,“ sagði Ágúst Ólafur sem var að vonum ánægður með daginn. Fulltrúar Öryrkjabandalagsins ætla að fjölmenna á þingpallana við þetta tækifæri. Flokkur fólksins er auk þess með mörg önnur stór mál á dagskrá í dag. Ragnar Þór Ingólfsson er þingflokksformaður Flokks fólksins.„Það má segja að þetta sé svolítið dagurinn okkar að afgreiða loksins samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þetta er náttúrulega risastórt mál og mikið réttlætismál og eitt af stóru málunum hjá Flokki fólksins. Síðan með dýrahaldið þá er verið að auka réttindi þeirra sem eru með gæludýr, þetta er gríðarlega mikilvægt réttlætis- og mannréttindamál.“ Þá er á dagskrá fyrsta umræða um mál Ingu Sæland um sérstaka desembereingreiðslu til handa örorku- og ellilífeyrisþegum. Í opinberri umræðu hefur mikið verið talað um að Flokkur fólksins hafi borið skarðan hlut frá borði í stjórnarsáttmálanum. „Samstarfið við stjórnarflokkana hefur gengið ákaflega vel og það er mikið traust á milli aðila og þessi umræða um að Flokkur fólks hafi borið skarðan hlut frá borði er orðum aukin og jaðrar við áróður gegn okkur vegna þess að við höfum náð fram fjöldanum öllum af góðum málum sem snúa að bæði húsnæðismálunum, mikilvægum áföngum þar, við erum að fara í uppbyggingu í Úlfarsárdal sem var eitt af stóru málunum, við erum að efla hlutdeildarlánakerfið og uppbyggingu hjúkrunarheimila sem er eitt af risastóru málunum.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Setja á fót mannréttindastofnun eftir ítrekuð tilmæli Frumvarp um að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma slíkri stofnun á fót. 12. júní 2023 18:44 Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. 10. nóvember 2025 20:27 Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í dag undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta undan því að nefndarstarf gangi illa í sumum nefndum, sérstaklega í velferðarnefnd. Formaður nefndarinnar er Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sem er þingkona Flokks fólksins. 13. maí 2025 14:37 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
Setja á fót mannréttindastofnun eftir ítrekuð tilmæli Frumvarp um að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma slíkri stofnun á fót. 12. júní 2023 18:44
Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. 10. nóvember 2025 20:27
Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í dag undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta undan því að nefndarstarf gangi illa í sumum nefndum, sérstaklega í velferðarnefnd. Formaður nefndarinnar er Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sem er þingkona Flokks fólksins. 13. maí 2025 14:37