Fetar Zidane í fótspor Beckham? 9. febrúar 2007 15:15 Það fór vel á með þeim Zinedine Zidane og Spike Lee í Madison Square Garden í New York í vikunni. MYND/Getty Franski knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Zidedine Zidane er þessa stundina staddur í New York þar sem hann hefur meðal annars sótt NBA-leiki og tískusýningar - og vakið mikla athygli. Ýmsir fjölmiðlar í Bandaríkjunum gera að því skóna að Zidane hafi hitt forráðamenn bandaríska liðsins New York Red Bulls með mögulegan samning í huga. Zidane skemmti sér konunglega á leik með New York Knicks á miðvikudaginn þar sem hann sat í næsta nágrenni við kvikmyndaleikstjórann Spike Lee. Zidane er í borginni með eiginkonu sinni og segir sá franski að ferðin hafi verið hugsuð sem frí. Svo hefur hins vegar ekki verið og hafa fjölmiðlar fylgt Zidane hvert fótmál. Will Kuhns, talsmaður bandarísku atvinnumannadeildarinnar, vildi engu svara þegar hann var spurður út í mögulega komu Zidane í bandaríska boltann. "Við ræðum ekki um leikmenn sem eru ekki samningsbundnir deildinni." Forráðamenn deildarinnar eru sagðir mjög áhugasamir að fá Zidane til liðs við sig og telja að hann geti haft sömu áhrif og David Beckham hefur þegar haft, með því að skrifa undir samning við LA Galaxy fyrir skemmstu. Athygli bandarísku deildarinnar hefur aldrei verið meiri og sjá skipuleggjendur hennar sér gott til glóðarinnar fari svo að Zidane komi líka. Jeff Agoos, framkvæmdastjóri Red Bulls, segist ekkert hafa rætt við Zidane. "Og við höfum engin áform um að ræða við hann. Ég myndi hins vegar hafa gaman að því að kíkja út á lífið með honum og skipast á sögum úr boltanum," gantaðist Agoos. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Sjá meira
Franski knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Zidedine Zidane er þessa stundina staddur í New York þar sem hann hefur meðal annars sótt NBA-leiki og tískusýningar - og vakið mikla athygli. Ýmsir fjölmiðlar í Bandaríkjunum gera að því skóna að Zidane hafi hitt forráðamenn bandaríska liðsins New York Red Bulls með mögulegan samning í huga. Zidane skemmti sér konunglega á leik með New York Knicks á miðvikudaginn þar sem hann sat í næsta nágrenni við kvikmyndaleikstjórann Spike Lee. Zidane er í borginni með eiginkonu sinni og segir sá franski að ferðin hafi verið hugsuð sem frí. Svo hefur hins vegar ekki verið og hafa fjölmiðlar fylgt Zidane hvert fótmál. Will Kuhns, talsmaður bandarísku atvinnumannadeildarinnar, vildi engu svara þegar hann var spurður út í mögulega komu Zidane í bandaríska boltann. "Við ræðum ekki um leikmenn sem eru ekki samningsbundnir deildinni." Forráðamenn deildarinnar eru sagðir mjög áhugasamir að fá Zidane til liðs við sig og telja að hann geti haft sömu áhrif og David Beckham hefur þegar haft, með því að skrifa undir samning við LA Galaxy fyrir skemmstu. Athygli bandarísku deildarinnar hefur aldrei verið meiri og sjá skipuleggjendur hennar sér gott til glóðarinnar fari svo að Zidane komi líka. Jeff Agoos, framkvæmdastjóri Red Bulls, segist ekkert hafa rætt við Zidane. "Og við höfum engin áform um að ræða við hann. Ég myndi hins vegar hafa gaman að því að kíkja út á lífið með honum og skipast á sögum úr boltanum," gantaðist Agoos.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Sjá meira