Fótbolti

Eggert: Þakklæti er mér efst í huga

Eggert kveður KSÍ með söknuð í hjarta.
Eggert kveður KSÍ með söknuð í hjarta.

Eggert Magnússon, fráfarandi formaður KSÍ, fór um víðan völl í upphafsræðu sinni á ársþingi KSÍ sem sett var á Hótel Loftleiðum í morgun. Eggert sagði að sér væri fyrst og fremst þakklæti í huga að hafa fengið að starfa að sínu stóra áhugamáli í þau 18 ár sem hann hefur gegnt starfi formanns.

"Þetta hefur verið hreint ótrúlega skemmtilegur tími. Ég hef eignast fjölda vina í þessari hreyfingu, bæði hér heima og erlendis. Fyrir allt þetta er ég þakklátari en orð fá lýst. Ég hef áður sagt og vona að þið öll, forystufólkið, séuð mér sammála um að það séu forréttindi að fá að vera forystumaður í þessari skemmtilegu íþrótt, knattspyrnunni," sagði Eggert meðal annars.

Lesa má ávarp Eggerts í heild sinni á heimasíðu KSÍ, eða með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×