Fótbolti

Geir boðar breytingar hjá KSÍ

Geir Þorsteinsson segist ekki vera sami maður og Eggert Magnússon.
Geir Þorsteinsson segist ekki vera sami maður og Eggert Magnússon.

Geir Þorsteinsson, nýkjörinn formaður KSÍ, boðar breytingar hjá knattspyrnusambandinu nú þegar hann tekur við starfi Eggerts Magnússonar. “Vitanlega munum við sjá breytingar á komandi tímum. Ég er allt annar maður en Eggert Magnússon,” sagði Geir eftir að úrslitin lágu ljós fyrir. Ítarlegt viðtal við Geir, sem og aðra frambjóðendur, verður sýnt í kvöldfréttum stöðvar 2 kl. 18:50.

Geir hlaut 86 atkvæði í fyrsta sæti en Jafet Ólafsson, sem lenti í öðru sæti í kjörinu með 29 atkvæði, gagnrýndi nokkur knattspyrnufélög í landinu fyrir að lýsa opinberlega yfir stuðningi við frambjóðanda sex vikum áður en framboðsfrestur rann út, en sú var raunin með Geir Þorsteinsson. “En ég fer í alla kappleiki til að vinna og ég tapaði í þetta skiptið. Ég óska Geir til hamingju,” sagði Jafet.

Halla Gunnarsdóttir viðurkenndi að hafa átt von á meiri stuðningi, en hún hlaut ekki nema 3 atkvæði. “En ég hef svo sem áður tapað fyrir KR á útivelli,” sagði Halla og átti þar við KR-inginn Geir Þorsteinsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×