Demókratar vara Bush við 12. febrúar 2007 12:15 Demókratar á Bandaríkjaþingi hvetja Bush-stjórnina til að sýna aðgát þegar Íranar eru sakaðir um að ýta undir ofbeldi í Írak með vopnasmygli og fjármögnun uppreisnarhópa. Öruggar sannanir vanti og ekki sé góð reynsla af því að taka ákvarðanir sem byggi á vafasömum sönnunargögnum. Breska blaðið Guardian hafi eftir heimildarmönnum um liðna helgi að undirbúningur að hernaðaraðgerðum í Íran væri langt kominn innan bandaríska stjórnkerfisins og ætti að geta hafist með vorinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi sem voru gestir í pólítískum spjallþáttum bandarísku sjónvarpsstöðvanna í gær hvöttu Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans til að stíga varlega til jarðar. Engar öruggar sannanir væru til um hlutdeild Írana í ofbeldisöldunni í Írak. Auk þess bentu þeir á að hjá bandarískum stjórnvöldum væri ekki góð reynsla af því að taka ákvarðanir sem byggðu á vafasömum sönnunargögnum. Chris Dodd öldungardeildarþingmaður demókrata benti á að Bush-stjórnin hefði gerst uppvís að fölsun sönnunargagna áður - og vísaði þá til aðdraganda Íraksstríðsins. Hann sagðist ekki efast um að Íranar hefðu á einhverju stigi aðstoðað uppreisnarmenn í Írak og það vandamál þyrfti að ræða en sagðist aftur órólegur yfir því að nú væri reynt að búa til ástæðu fyrir hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Íran. Fulltrúar Bandaríkjahers í Írak gerðu fréttamönnum í gær grein fyrir þeim gögnum sem sögð eru renna stoðum undir fullyrðingar um stuðning Írana við andspyrnumenn í Írak. Upptökur voru ekki leyfðar. Vopn voru sýnd sem fullyrt var að hægt væri að rekja til Írans. Vopn sem þessu hefðu dregið rúmlega hundrað og sjötíu bandaríska hermenn til dauða í Írak síðan í júní 2004. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Sjá meira
Demókratar á Bandaríkjaþingi hvetja Bush-stjórnina til að sýna aðgát þegar Íranar eru sakaðir um að ýta undir ofbeldi í Írak með vopnasmygli og fjármögnun uppreisnarhópa. Öruggar sannanir vanti og ekki sé góð reynsla af því að taka ákvarðanir sem byggi á vafasömum sönnunargögnum. Breska blaðið Guardian hafi eftir heimildarmönnum um liðna helgi að undirbúningur að hernaðaraðgerðum í Íran væri langt kominn innan bandaríska stjórnkerfisins og ætti að geta hafist með vorinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi sem voru gestir í pólítískum spjallþáttum bandarísku sjónvarpsstöðvanna í gær hvöttu Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans til að stíga varlega til jarðar. Engar öruggar sannanir væru til um hlutdeild Írana í ofbeldisöldunni í Írak. Auk þess bentu þeir á að hjá bandarískum stjórnvöldum væri ekki góð reynsla af því að taka ákvarðanir sem byggðu á vafasömum sönnunargögnum. Chris Dodd öldungardeildarþingmaður demókrata benti á að Bush-stjórnin hefði gerst uppvís að fölsun sönnunargagna áður - og vísaði þá til aðdraganda Íraksstríðsins. Hann sagðist ekki efast um að Íranar hefðu á einhverju stigi aðstoðað uppreisnarmenn í Írak og það vandamál þyrfti að ræða en sagðist aftur órólegur yfir því að nú væri reynt að búa til ástæðu fyrir hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Íran. Fulltrúar Bandaríkjahers í Írak gerðu fréttamönnum í gær grein fyrir þeim gögnum sem sögð eru renna stoðum undir fullyrðingar um stuðning Írana við andspyrnumenn í Írak. Upptökur voru ekki leyfðar. Vopn voru sýnd sem fullyrt var að hægt væri að rekja til Írans. Vopn sem þessu hefðu dregið rúmlega hundrað og sjötíu bandaríska hermenn til dauða í Írak síðan í júní 2004.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Sjá meira