Hinn þekkti motocross þjálfari hjá MX skóla Gary Semics, Dean Olsen, hefur staðfest komu sína til Íslands nú í sumar. Hann mun þjálfa íslenska motocross ökumenn í allt sumar, alla flokka, og einnig taka þátt í sumum mótum. Þetta er gífurleg lyftistöng fyrir sportið og sennilega hefur jafn þekktur þjálfari á heimsvísu ekki komið áður til Íslands til að þjálfa. Olsen, sem er 44 ára gamall, býr í Bandaríkjunum og vinnur við MX kennslu í hinum heimsþekkta MX skóla Gary Semics í USA. Dean Olsen mun keppa á Kawasaki í sumar og hugsanlegt er að ungur sonur hans muni taka þátt í einhverjum motocross keppnum sumarsins, en heyrst hefur að hann sé ótrúlega hraður. Það er bifhjólaverslunin Nitro sem á veg og vanda að komu Olsen til Íslands og aðspurður sagðist Haukur vera mjög spenntur fyrir öflugri þjálfunaráætlun sumarsins. Haukur vildi þó taka það sérstaklega fram að þótt mikill tími færi í að þjálfa Team Nitro Kawasaki, þá myndi Olsen einnig þjálfa ökumenn annarra hjólategunda. Frekari upplýsingar varðandi skráningu, tímasetningu og framkvæmd æfinga verða birtar á heimasíðu Nitro, www.nitro.is. Frekari upplýsingar um Dean Olsen er hægt að nálgast á síðunni www.gsmxsn.com. Akstursíþróttir Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti
Hinn þekkti motocross þjálfari hjá MX skóla Gary Semics, Dean Olsen, hefur staðfest komu sína til Íslands nú í sumar. Hann mun þjálfa íslenska motocross ökumenn í allt sumar, alla flokka, og einnig taka þátt í sumum mótum. Þetta er gífurleg lyftistöng fyrir sportið og sennilega hefur jafn þekktur þjálfari á heimsvísu ekki komið áður til Íslands til að þjálfa. Olsen, sem er 44 ára gamall, býr í Bandaríkjunum og vinnur við MX kennslu í hinum heimsþekkta MX skóla Gary Semics í USA. Dean Olsen mun keppa á Kawasaki í sumar og hugsanlegt er að ungur sonur hans muni taka þátt í einhverjum motocross keppnum sumarsins, en heyrst hefur að hann sé ótrúlega hraður. Það er bifhjólaverslunin Nitro sem á veg og vanda að komu Olsen til Íslands og aðspurður sagðist Haukur vera mjög spenntur fyrir öflugri þjálfunaráætlun sumarsins. Haukur vildi þó taka það sérstaklega fram að þótt mikill tími færi í að þjálfa Team Nitro Kawasaki, þá myndi Olsen einnig þjálfa ökumenn annarra hjólategunda. Frekari upplýsingar varðandi skráningu, tímasetningu og framkvæmd æfinga verða birtar á heimasíðu Nitro, www.nitro.is. Frekari upplýsingar um Dean Olsen er hægt að nálgast á síðunni www.gsmxsn.com.