Leiðtogar Ísraels og Palestínumanna ítrekuðu í dag stuðning sinn við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Olmert, forsætisráðherra Ísraels, Abbas, forseti Palestínumanna, og Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs í Jerúsalem í morgun.
Sameiginlegur blaðamannafundur var ekki haldinn eftir viðræðurnar en Rice sagði frekari fundi leiðtoganna fyrirhugaða á næstunni og því snúi hún aftur til Mið-Austurlanda innan tíðar.