John McCain sagði í ræðu í gær að Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, yrði minnst sem eins versta varnarmálaráðherra í sögu Bandaríkjanna. McCain er einn af þeim sem þykir líklegur til þess að verða útnefndur forsetaframbjóðandi repúblikana.
Aðrir repúblikanar hafa forðast að tala um stríðið í Írak. McCain var áður talinn stuðningsmaður Bush í Íraksstríðinu. Hann sagði að Rumsfeld ætti skilið þakklæti og virðingu Bandaríkjamanna þegar Rumsfeld sagði af sér í nóvember á síðasta ári. McCain virðist hafa skipt um skoðun þar sem skoðanakannanir sýna að stuðningur við stríðið í Írak á meðal almennings í Bandaríkjunum fer þverrandi.
McCain álasar Rumsfeld
