Sport

Mikið fjör á Sýn í dag

Guðjón Valur og félagar í Gummersbach verða í eldlínunni í kvöld
Guðjón Valur og félagar í Gummersbach verða í eldlínunni í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Það verður mikið fjör á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag eins og venja er um helgar, en í dag verður boðið upp á beinar útsendingar frá spænska boltanum, PGA-mótaröðinni í golfi og svo verður stórslagur í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld. 

Sýn kl 15:50. Spænski boltinn.

Bein útsending frá leik Deportivo og Real Betis í spænska boltanum. Þessum liðum hefur vegnað ver í vetur en oft áður og því eru stigin sem í boði eru mjög mikilvæg.

Sýn kl 17:50. Spænski boltinn.

Bein útsending frá leik Real Madrid og Getafe í spænska boltanum. Real gerði jafntefli um síðustu helgi og verður að vinnan þennan leik.

Sýn kl 19:50. PGA mótaröðin.

Bein útsending frá lokadegi Honda Classic mótsins á PGA mótaröðinni í golfi. Mótaröðin fer nú fram með breyttu sniði en ákveðin mót telja til sérstakrar úrslitakeppni sem fram fer í haust. Honda Classic er á meðal þessara móta en það fer fram á Palm Beach á Flórída. Englendingurinn Luke Donald bar sigur úr býtum í fyrra.



Sýn Extra kl 19:55. Meistaradeildin í handbolta.


Bein útsending frá viðureign Gummersbach og Valladolid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Takist Alfreð Gíslasyni að stýra Gummersbach í undanúrslit keppninnar yrði það frábær árangur en þessu forn fræga félagi tókst að ná jafntefli í fyrri leiknum á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×