Læknar í Bandaríkjunum fundu í dag blóðtappa í vinstri fótlegg Dick Cheneys varaforseta Bandaríkjanna. Hann fær lyf til þess að þynna blóðið en verður ekki lagður inn á spítala samkvæmt fregnum frá talsmönnum hans.
Cheney hefur átt við ýmis heilsuvandamál að stríða og meðal annars hjartavandamál. Cheney mun þó halda áfram að sinna skyldustörfum sínum.