Tveir unglingspiltar, frá Texas í Bandaríkjunum, hafa verið hnepptir í varðhald eftir að myndband sýndi þá láta tvo drengi, tveggja og fimm ára gamla, reykja marijúana.
Myndbandið komst í hendur lögreglu þegar hún gerði húsleit hjá öðrum unglingspiltanna í tengslum við innbrot. Á því sést þegar þeir kveikja í marijúanavindlingum fyrir litlu drengina tvo en þeir eru skyldir öðrum þeirra. Lögreglunni var illa brugðið við fundinn og segjast aldrei hafa séð annað eins.
Á upptökunni heyrast litlu guttarnir hósta þegar þeir draga reykinn ofan í sig á meðan eldri strákarnir hlæja dátt. Þeir hafa báðir verið færðir í varðhald en drengjunum hefur verið settir í fóstur annars staðar. Móðir þeirra er sögð búa í húsinu og hafa beðið bróður sinn um að passa synina. Amma hans segir hann sjá eftir öllu saman.