Írakar svartsýnir 19. mars 2007 18:30 Írakar eru svartsýnir á framtíðina, samkvæmt nýrri viðhorfskönnun. Flestir óttast að týna lífi í átökum og treysta ekki innrásarliðum. Í nótt eru fjögur ár frá upphafi Íraksstríðsins. Von um bjarta framtíð hefur vikið fyrir svartnætti í huga almennra Íraka. Það var fyrir fjórum árum í nótt sem innrás Bandríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak hófst. Saddam Hússein, fyrrverandi forseta var steypt af stóli og landið hernumið. Fyrstu dagana var innrásarliðinu tekið sem frelsandi englum og tæpum tveimur mánuðum eftir innrásina lýsti George Bush, Bandaríkjaforseti því hátíðlega yfir að helstu hernaðaraðgerðum í Írak væri lokið. Það reyndist nokkuð fjarri lagi. Saddam Hússein hefur verið tekinn af lífi en það hefur ekki dregið úr átökum í landinu, sem hafa magnast ef eitthvað er. Trúarbrot gegn trúarbrotum - andspyrnumenn gegn innrásarliði og her og öryggissveitir gagn andspyrnumönnum. Fyrir tveimur árum horfðu flestir Írakar bjartsýnum augum fram á veginn en flestir þeirra eru nú svartsýnir á framtíðina samkvæmt nýrri könnun sem Breska ríkisútvarpið, ABC sjónvarpsstöðin bandaríska, ARD í Þýskalandi, og bandaríska blaðið USA Today létu gera. Aðeins 18% þeirra treysta innrásarliðinu til að stilla til friðar í landinu og tæp 90% Íraka óttast að þeir sjálfir eða einhverjir nákomnir falli í átökum. Súnníar og sjíar deila um framtíð Íraks og eru sammála um ástandið í landinu hafi versnað síðan 2003. Íbúi í Tíkrit, heimabæ Saddams, segir ástandið á valdatíma hans hafa verið gott. Lífskjör góð og efnahagsástand betra. Írakar, súnníar og sjíar, hafi lifað saman í sátt og samlyndi og getað unnið saman.Sjíi í Sadr-borg í Bagdad segir Íraka hafa vonað að ástandið yrði betra. Það hafi hins vegar í raun versnað til muna. Enginn sé óhultur, sprengingar dag hvern, morð framin og átök súnnía og sjía harðni. Hús hans hafi sem dæmi verði sprengt í loft upp og hann misst son sinn. Erlent Fréttir Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Írakar eru svartsýnir á framtíðina, samkvæmt nýrri viðhorfskönnun. Flestir óttast að týna lífi í átökum og treysta ekki innrásarliðum. Í nótt eru fjögur ár frá upphafi Íraksstríðsins. Von um bjarta framtíð hefur vikið fyrir svartnætti í huga almennra Íraka. Það var fyrir fjórum árum í nótt sem innrás Bandríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak hófst. Saddam Hússein, fyrrverandi forseta var steypt af stóli og landið hernumið. Fyrstu dagana var innrásarliðinu tekið sem frelsandi englum og tæpum tveimur mánuðum eftir innrásina lýsti George Bush, Bandaríkjaforseti því hátíðlega yfir að helstu hernaðaraðgerðum í Írak væri lokið. Það reyndist nokkuð fjarri lagi. Saddam Hússein hefur verið tekinn af lífi en það hefur ekki dregið úr átökum í landinu, sem hafa magnast ef eitthvað er. Trúarbrot gegn trúarbrotum - andspyrnumenn gegn innrásarliði og her og öryggissveitir gagn andspyrnumönnum. Fyrir tveimur árum horfðu flestir Írakar bjartsýnum augum fram á veginn en flestir þeirra eru nú svartsýnir á framtíðina samkvæmt nýrri könnun sem Breska ríkisútvarpið, ABC sjónvarpsstöðin bandaríska, ARD í Þýskalandi, og bandaríska blaðið USA Today létu gera. Aðeins 18% þeirra treysta innrásarliðinu til að stilla til friðar í landinu og tæp 90% Íraka óttast að þeir sjálfir eða einhverjir nákomnir falli í átökum. Súnníar og sjíar deila um framtíð Íraks og eru sammála um ástandið í landinu hafi versnað síðan 2003. Íbúi í Tíkrit, heimabæ Saddams, segir ástandið á valdatíma hans hafa verið gott. Lífskjör góð og efnahagsástand betra. Írakar, súnníar og sjíar, hafi lifað saman í sátt og samlyndi og getað unnið saman.Sjíi í Sadr-borg í Bagdad segir Íraka hafa vonað að ástandið yrði betra. Það hafi hins vegar í raun versnað til muna. Enginn sé óhultur, sprengingar dag hvern, morð framin og átök súnnía og sjía harðni. Hús hans hafi sem dæmi verði sprengt í loft upp og hann misst son sinn.
Erlent Fréttir Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira