

Vígamenn hliðhollir Jean-Pierre Bemba og hermenn stjórnvalda í Kongó tókust á í höfuðborginni Kinshasa í dag eftir að Bemba hunsaði tilskipun forseta landsins um að fækka í persónulegu verndarliði sínu. Bemba hefur nú nokkur þúsund menn í verndarliði sínu en má einungis hafa tólf.