Sex efstir og jafnir á Shell mótinu 31. mars 2007 13:01 Stuart Appleby NordicPhotos/GettyImages Sex kylfingar deila efsta sætinu að loknum tveimur hringjum á Opna Shell Houston mótinu í golfi sem er liður í PGA mótaröðinni. Sýn verður með beina útsendingu frá mótinu annað kvöld. Ástralinn Stuart Appleby sem hefur titil að verja á mótinu lék á pari í gærkvöldi og deilir efsta sætinu með fimm Bandaríkjamönnum. Appleby lék fyrsta hringinn á 6 höggum undir pari og sá árangur heldur honum í toppbaráttunni nú þegar mótið er hálfnað. Þeir Bandaríkjamenn sem deila efsta sætinu með Ástralanum á 6 höggum undir pari eru Jason Gore, Bubba Watson, D.J. Brigman, Bob Estes og Jeff Maggert. Meðal heimsþekktra kylfinga sem ekki eru meðal efstu manna má nefna Írann Padraig Harrington og Englendinginn Lee Westwood sem rétt komust í gegnum niðurskurðinn og eru á einu höggi undir pari. Leikið er í Houston í Texas en mjög vindasamt var á Redstone golfvellinum og gerði kylfingum mjög erfitt fyrir. Hér sjáum við flott tilþrif hjá Bandaríkjamanninum Brian Gay sem náði erni með þessu höggi og komst þannig í gegnum niðurskurðinn sem miðast við eitt högg yfir parið. Bein útsending verður á Sýn annað kvöld frá lokahringnum. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Sex kylfingar deila efsta sætinu að loknum tveimur hringjum á Opna Shell Houston mótinu í golfi sem er liður í PGA mótaröðinni. Sýn verður með beina útsendingu frá mótinu annað kvöld. Ástralinn Stuart Appleby sem hefur titil að verja á mótinu lék á pari í gærkvöldi og deilir efsta sætinu með fimm Bandaríkjamönnum. Appleby lék fyrsta hringinn á 6 höggum undir pari og sá árangur heldur honum í toppbaráttunni nú þegar mótið er hálfnað. Þeir Bandaríkjamenn sem deila efsta sætinu með Ástralanum á 6 höggum undir pari eru Jason Gore, Bubba Watson, D.J. Brigman, Bob Estes og Jeff Maggert. Meðal heimsþekktra kylfinga sem ekki eru meðal efstu manna má nefna Írann Padraig Harrington og Englendinginn Lee Westwood sem rétt komust í gegnum niðurskurðinn og eru á einu höggi undir pari. Leikið er í Houston í Texas en mjög vindasamt var á Redstone golfvellinum og gerði kylfingum mjög erfitt fyrir. Hér sjáum við flott tilþrif hjá Bandaríkjamanninum Brian Gay sem náði erni með þessu höggi og komst þannig í gegnum niðurskurðinn sem miðast við eitt högg yfir parið. Bein útsending verður á Sýn annað kvöld frá lokahringnum.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira