Zach Johnson sigraði óvænt 9. apríl 2007 10:44 Phil Mickelson, sigurvegarinn frá því í fyrra, klæðir Zach Johnson í græna frakkann fræga. MYND/Getty Zach Johnson, 31 árs Bandaríkjamaður, bar sigur úr býtum á Mastersmótinu í golfi sem lauk í Georgíu í Bandaríkjunum í gær. Johnson lauk keppni á samtals einu höggi yfir pari en næstu menn, Tiger Woods, Rory Sabbatini og Retief Goosen, léku samtals á þremur höggum yfir pari. Þetta er fyrsti sigur Johnson á stórmóti. Johnson skaust upp í sviðsljósið á lokahringnum í gær en lítið hafði farið fyrir honum á fyrstu þremur keppnisdögunum, þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið langt á eftir næstu mönnum. Í gær lék hann á samtals þremur höggum undir pari og var það sérstaklega góður endasprettur sem tryggði honum á endanum sigurinn. Tiger Woods tók nokkra áhættu í leik sínum á lokasprettinum í gær, vitandi að það væri eini möguleiki hans til að ná Johnson, sem hafði lokið keppni nokkrum holum á undan Woods. Sá leikur gekk ekki upp og því náði Woods ekki að ógna Johnson að neinu viti. "Eins og þeir segja, risar þurfa að falla einhverntímann," sagði Johnson eftir mótið, og átti þar við sigur sinn á Tiger Woods. "Ég var í búningsklefanum mínum og horfði á Tiger undirbúa upphafshöggið á 18. braut. Ég hafði tveggja högga forskot en samt hafði ég trú á því að hann myndi ná mér. Tiger er náttúrulega fyrirbæri og undarlegri hlutir hafa gerst en að hann nái erni á lokaholunni," sagði Johnson. Tiger brást hins vegar bogalistin og náði aðeins pari á lokaholunni. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Zach Johnson, 31 árs Bandaríkjamaður, bar sigur úr býtum á Mastersmótinu í golfi sem lauk í Georgíu í Bandaríkjunum í gær. Johnson lauk keppni á samtals einu höggi yfir pari en næstu menn, Tiger Woods, Rory Sabbatini og Retief Goosen, léku samtals á þremur höggum yfir pari. Þetta er fyrsti sigur Johnson á stórmóti. Johnson skaust upp í sviðsljósið á lokahringnum í gær en lítið hafði farið fyrir honum á fyrstu þremur keppnisdögunum, þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið langt á eftir næstu mönnum. Í gær lék hann á samtals þremur höggum undir pari og var það sérstaklega góður endasprettur sem tryggði honum á endanum sigurinn. Tiger Woods tók nokkra áhættu í leik sínum á lokasprettinum í gær, vitandi að það væri eini möguleiki hans til að ná Johnson, sem hafði lokið keppni nokkrum holum á undan Woods. Sá leikur gekk ekki upp og því náði Woods ekki að ógna Johnson að neinu viti. "Eins og þeir segja, risar þurfa að falla einhverntímann," sagði Johnson eftir mótið, og átti þar við sigur sinn á Tiger Woods. "Ég var í búningsklefanum mínum og horfði á Tiger undirbúa upphafshöggið á 18. braut. Ég hafði tveggja högga forskot en samt hafði ég trú á því að hann myndi ná mér. Tiger er náttúrulega fyrirbæri og undarlegri hlutir hafa gerst en að hann nái erni á lokaholunni," sagði Johnson. Tiger brást hins vegar bogalistin og náði aðeins pari á lokaholunni.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira