Varnarmálaráðuneyti Bretlands hefur bannað fleiri sjóliðum að selja frásagnir sínar af dvöl þeirra í Íran. Áður hafði þeim verið leyft að sekja frádagnir sínar og tókst tveimur þeirra að gera það. Faye Turney, eina konan sem var með í för, fékk víst um 100.000 pund fyrir að hafa selt sögu sína til ITV1 og dagblaðsins the Sun.
Gríðarleg gagnrýni fylgdi ákvörðun varnarmálaráðuneytisins um að leyfa þeim að selja frásagnir sínar. Gagnrýnendur sögðu þetta gera lítið úr starfi hermannsins. Einnig var bent á að fjölskyldur þeirra sem misstu börn fengu engan pening á meðan þau sem lifðu af, komu heim og urðu hetjur, fengu gríðarlegar fjárhæðir.
Varnarmálaráðuneytið lýsti því yfir fyrr í dag að það myndi endurskoða reglurnar sem lúta að starfsmönnum ráðuneytisins og hermönnum og hvort þeir mættu selja frásagnir sínar.