Handbolti

HK á toppnum

Mynd/Daniel

Þrír leikir fóru fram í DHL deild karla í handbolta í kvöld. HK er eitt á toppnum eftir sigur á ÍR 35-28 á útivelli en ÍR er í botnsæti deildarinnar. Haukar unnu mikilvægan sigur á Stjörnunni 29-21 og fengu mikilvæg stig í botnbaráttunni. Staða Fylkis versnaði til muna eftir að liðið steinlá 31-22 fyrir Akureyri fyrir Norðan.

HK er í efsta sætinu með 29 stig eftir 19 leiki en Valsmenn eru í öðru sæti með 27 stig eftir 18 leiki. Valur á leik til góða gegn Íslandsmeisturum Fram annað kvöld. ÍR er á botni deildarinnar með 10 stig, Fylkir hefur 12 og Haukar hafa 14 stig í þriðja neðsta sætinu.

Þrír leikir fóru fram í DHL deild kvenna. Haukar lögðu Val 28-21, Fram lagði ÍBV 30-27 og HK lagði Akureyri fyrir norðan 28-26. Nánar verður fjallað um leiki gærkvöldsins í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×