Kelly fór holu í höggi á Heritage mótinu 15. apríl 2007 15:20 Jerry Kelly sló draumahöggið í gær NordicPhotos/GettyImages Bandaríkjamaðurinn Jerry Kelly fór holu í höggi í gær og hefur forystu fyrir lokahringinn á Heritage golfmótinu á PGA mótaröðinni. Suður Afríkumaðurinn Ernie Els hafði þriggja högga forystu fyrir þriðja hring en sú staða var ekki lengi að breytast eftir að kylfingar hófu leik í gær. Els byrjaði illa og fékk tvöfaldan skolla á fyrstu holu. Kelly sem hafði forystu eftir fyrsta hringinn byrjaði vel í gær. Högg hans á fjórðu braut sem er par þrjú hola, fór beint ofan í, glæsileg hola í höggi hjá Kelly sem náði með því höggi að komast upp að hlið Els á samtals 11 höggum undir pari. Kelly náði svo forystunni strax á næstu holu en hann lék hringinn í gær 4 höggum undir pari og hefur eins höggs forystu á landa sinn Kevin Na og Ernie Els. Sýnt verður beint frá lokadegi mótsins á Sýn í kvöld og hefst útsendingin klukkan sjö. Golf Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jerry Kelly fór holu í höggi í gær og hefur forystu fyrir lokahringinn á Heritage golfmótinu á PGA mótaröðinni. Suður Afríkumaðurinn Ernie Els hafði þriggja högga forystu fyrir þriðja hring en sú staða var ekki lengi að breytast eftir að kylfingar hófu leik í gær. Els byrjaði illa og fékk tvöfaldan skolla á fyrstu holu. Kelly sem hafði forystu eftir fyrsta hringinn byrjaði vel í gær. Högg hans á fjórðu braut sem er par þrjú hola, fór beint ofan í, glæsileg hola í höggi hjá Kelly sem náði með því höggi að komast upp að hlið Els á samtals 11 höggum undir pari. Kelly náði svo forystunni strax á næstu holu en hann lék hringinn í gær 4 höggum undir pari og hefur eins höggs forystu á landa sinn Kevin Na og Ernie Els. Sýnt verður beint frá lokadegi mótsins á Sýn í kvöld og hefst útsendingin klukkan sjö.
Golf Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira