George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, staðfesti í kvöld að fleiri en 30 hefðu látið lífið í skotárásinni í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Í ávarpi sem hann hélt í kvöld sagðist hann vera harmi sleginn vegna atburðarins. Hann sagði jafnframt að stjórnvöld myndu reyna að aðstoða á alla mögulega vegu.
„Skólar ættu að vera griðastaðir, öruggir og gera fólki kleift að læra í friði. Brot gegn slíkri friðhelgi bergmálar í öllum kennslustofum og samfélögum í Bandaríkjunum." sagði Bush. „Í dag syrgir þjóð okkar með þeim sem misstu ástvini sína í tækniháskólanum í Virginíu." sagði hann að lokum