Lögregla ber kennsl á byssumanninn 17. apríl 2007 00:29 Nemendur ferjaðir úr Norris Hall í morgun. MYND/AP Lögreglustjóri skólans sagði á fréttamannafundi í kvöld, að lýsingin á manninum í fyrri árásinni passi ekki við útlit byssumannsins sem stóð að þeirri síðari, og tók sitt eigið líf. Þetta gæti þýtt að sami maðurinn hafi ekki staðið að báðum árásunum. Lögregla hefur heldur ekki staðfest að árásirnar séu tengdar. Hún hefur borið kennsl á manninn sem framdi sjálfsmorð en vill ekki skýra frá því hver hann er að svo stöddu. 33 létust að meðtöldum byssumanninum í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Rektor háskólans og lögreglstjóri skólans skýrðu frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Skotárásin í dag er sú mannskæðasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 15 manns slösuðust. Lögreglan er nú að yfirheyra mann sem var vitni að fyrri árásinni. Vitni segja fyrstu árásina hafa tengst heimiliserjum. Lögregla vill ekki upplýsa hvort sá sem þeir eru að yfirheyra sé grunaður um morðin. Hún segir hann ekki vera nemanda við háskólann en að hann hafi þekkt annað hinna látnu, sem voru maður og kona. Hann var tekinn utan skólalóðarinnar en hefur ekki verið hnepptur í gæsluvarðhald. Lögreglustjórinn lýsti aðkomunni að vettvangi síðari árásarinnar sem einu af því versta sem hann hefði á ævi sinni séð. Skotmaðurinn hafði lokað að minnsta kosti tveimur hurðum inn í Norris Hall með keðjum svo lögregla þurfti að brjótast inn í húsið. Þegar hún komst inn hlupu lögreglumenn í áttina að skothvellunum en um leið og þeir komu að staðnum þar sem skotmaðurinn var datt allt í dúnalogn. Lögregla fann skotmanninn látinn og hafði hann framið sjálfsmorð. Lögregla er enn að reyna að komast að því hvort að einhver tengsl eru á milli þeirra sem myrtir voru í Norris Hall og skotmannsins þar. Nokkrir starfsmenn skólans létu lífið í árásinni. Á fundinum var lögreglan harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki lokað skólalóðinni eftir fyrstu árásina. Lögreglustjórinn svaraði því að ómögulegt hefði verið að ná til allra nemenda á þessum tíma og talið hefði verið að um heimiliserjur hefði verið að ræða í fyrri skotárásinni. Einnig sagði hún að reynt hefði verið að koma skilaboðum til nemenda á vefsíðum, með tölvupósti, almennum fjölmiðlum og hátölurum. Lögreglan segist vera að leita leiða til þess að koma sms-skilaboðum til nemenda í tilvikum sem þessum og það hafi verið rætt á fundi fyrir tæpri viku síðan. Nokkrum götum var lokað þegar eftir fyrstu árásina en skólalóðinni allri ekki fyrr en eftir seinni árásina og gagnrýndu fjölmiðlar það sérstaklega. Aðspurður hvort að byssumaður léki lausum hala í borginni eða á skólalóðinni sagði lögreglustjórinn að eftir þeirra bestu vitneskju væri svo ekki. Ekki er vitað hvort að einhverjir erlendir ríkisborgarar voru á meðal þeirra sem létust eða særðust. Tveir staðir hafa verið settir upp á skólalóðinni þar sem nemendum er veitt áfallahjálp og verður þeim veitt öll sú aðstoð sem þeir þurfa á að halda. Erlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Lögreglustjóri skólans sagði á fréttamannafundi í kvöld, að lýsingin á manninum í fyrri árásinni passi ekki við útlit byssumannsins sem stóð að þeirri síðari, og tók sitt eigið líf. Þetta gæti þýtt að sami maðurinn hafi ekki staðið að báðum árásunum. Lögregla hefur heldur ekki staðfest að árásirnar séu tengdar. Hún hefur borið kennsl á manninn sem framdi sjálfsmorð en vill ekki skýra frá því hver hann er að svo stöddu. 33 létust að meðtöldum byssumanninum í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Rektor háskólans og lögreglstjóri skólans skýrðu frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Skotárásin í dag er sú mannskæðasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 15 manns slösuðust. Lögreglan er nú að yfirheyra mann sem var vitni að fyrri árásinni. Vitni segja fyrstu árásina hafa tengst heimiliserjum. Lögregla vill ekki upplýsa hvort sá sem þeir eru að yfirheyra sé grunaður um morðin. Hún segir hann ekki vera nemanda við háskólann en að hann hafi þekkt annað hinna látnu, sem voru maður og kona. Hann var tekinn utan skólalóðarinnar en hefur ekki verið hnepptur í gæsluvarðhald. Lögreglustjórinn lýsti aðkomunni að vettvangi síðari árásarinnar sem einu af því versta sem hann hefði á ævi sinni séð. Skotmaðurinn hafði lokað að minnsta kosti tveimur hurðum inn í Norris Hall með keðjum svo lögregla þurfti að brjótast inn í húsið. Þegar hún komst inn hlupu lögreglumenn í áttina að skothvellunum en um leið og þeir komu að staðnum þar sem skotmaðurinn var datt allt í dúnalogn. Lögregla fann skotmanninn látinn og hafði hann framið sjálfsmorð. Lögregla er enn að reyna að komast að því hvort að einhver tengsl eru á milli þeirra sem myrtir voru í Norris Hall og skotmannsins þar. Nokkrir starfsmenn skólans létu lífið í árásinni. Á fundinum var lögreglan harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki lokað skólalóðinni eftir fyrstu árásina. Lögreglustjórinn svaraði því að ómögulegt hefði verið að ná til allra nemenda á þessum tíma og talið hefði verið að um heimiliserjur hefði verið að ræða í fyrri skotárásinni. Einnig sagði hún að reynt hefði verið að koma skilaboðum til nemenda á vefsíðum, með tölvupósti, almennum fjölmiðlum og hátölurum. Lögreglan segist vera að leita leiða til þess að koma sms-skilaboðum til nemenda í tilvikum sem þessum og það hafi verið rætt á fundi fyrir tæpri viku síðan. Nokkrum götum var lokað þegar eftir fyrstu árásina en skólalóðinni allri ekki fyrr en eftir seinni árásina og gagnrýndu fjölmiðlar það sérstaklega. Aðspurður hvort að byssumaður léki lausum hala í borginni eða á skólalóðinni sagði lögreglustjórinn að eftir þeirra bestu vitneskju væri svo ekki. Ekki er vitað hvort að einhverjir erlendir ríkisborgarar voru á meðal þeirra sem létust eða særðust. Tveir staðir hafa verið settir upp á skólalóðinni þar sem nemendum er veitt áfallahjálp og verður þeim veitt öll sú aðstoð sem þeir þurfa á að halda.
Erlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira