Eiður Smári skoraði í stórsigri Barcelona 18. apríl 2007 21:04 Leo Messi fór hamförum í kvöld AFP Barcelona er í ágætum málum eftir fyrri leik sinn gegn Getafe í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins. Barcelona vann 5-2 og var Eiður Smári Guðjohnsen í byrjunarliði Barcelona í kvöld. Það var hinsvegar Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona sem stal senunni að þessu sinni, en hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Mikið má vera ef síðara mark kappans verður ekki mark ársins í Evrópu þegar upp er staðið. Barcelona byrjaði leikinn af krafti og Xavi kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Messi á 18. mínútu. Annað mark Barcelona var sannarlega eftirminnilegt, því það var glettilega líkt markinu sem landi hans Maradona skoraði gegn Englendingum á HM árið 1986 - en það er oft nefnt fallegasta mark allra tíma. Messi fékk boltann úti á hægri kanti við miðlínu og lék á eina sex leikmenn liðsins og renndi boltanum í netið. Stórkostlegt mark. Annað mark Argentínumannsins kom svo á lokamínútu hálfleiksins og var það líka glæsilegt - en það féll algjörlega í skugga þess fyrra. Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir heimamenn og ekkert benti til annars en að liðið væri komið áfram í einvíginu þó það ætti eftir að spila síðari leikinn á útivelli. Annað kom þó heldur betur á daginn, því þeir Guiza og Nacho minnkuðu muninn í 3-2 með tveimur mörkum á tveimur mínútum í upphafi síðari hálfleiks. Skyndilega var allt opið, en þá kom til kasta landsliðsfyrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen, sem læddi boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu. Eiði var svo skipt af velli skömmu síðar, en Samuel Eto´o gerði út um leikinn á 75. mínútu og tryggði 5-2 sigur heimamanna. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var hreint út sagt frábær skemmtun. Spænski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira
Barcelona er í ágætum málum eftir fyrri leik sinn gegn Getafe í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins. Barcelona vann 5-2 og var Eiður Smári Guðjohnsen í byrjunarliði Barcelona í kvöld. Það var hinsvegar Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona sem stal senunni að þessu sinni, en hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Mikið má vera ef síðara mark kappans verður ekki mark ársins í Evrópu þegar upp er staðið. Barcelona byrjaði leikinn af krafti og Xavi kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Messi á 18. mínútu. Annað mark Barcelona var sannarlega eftirminnilegt, því það var glettilega líkt markinu sem landi hans Maradona skoraði gegn Englendingum á HM árið 1986 - en það er oft nefnt fallegasta mark allra tíma. Messi fékk boltann úti á hægri kanti við miðlínu og lék á eina sex leikmenn liðsins og renndi boltanum í netið. Stórkostlegt mark. Annað mark Argentínumannsins kom svo á lokamínútu hálfleiksins og var það líka glæsilegt - en það féll algjörlega í skugga þess fyrra. Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir heimamenn og ekkert benti til annars en að liðið væri komið áfram í einvíginu þó það ætti eftir að spila síðari leikinn á útivelli. Annað kom þó heldur betur á daginn, því þeir Guiza og Nacho minnkuðu muninn í 3-2 með tveimur mörkum á tveimur mínútum í upphafi síðari hálfleiks. Skyndilega var allt opið, en þá kom til kasta landsliðsfyrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen, sem læddi boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu. Eiði var svo skipt af velli skömmu síðar, en Samuel Eto´o gerði út um leikinn á 75. mínútu og tryggði 5-2 sigur heimamanna. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var hreint út sagt frábær skemmtun.
Spænski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira