Innlent

Framleiðsla hafin í stærsta álveri landsins

Framleiðsla er hafin í Fjarðaáli, stærsta álveri á Íslandi. Fyrst um sinn verða aðeins fjörtíu ker keyrð í verksmiðjunni en búist er við að hún hafi náð fullum afköstum fyrir lok ársins.

Menn starta ekki risastóru álveri á einum degi. Það mun taka mánuði að keyra álver Alcoa á Reyðarfirði upp í fulla framleiðslu, eða 346 þúsund tonn. Nú þegar hafa 270 manns verðir ráðnir til álversins en þeir verða alls um 400 hundruð.

Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls segir að fyrirtækið sé nú í ströngu ferli við að koma starfseminni í gang. En fyrst um sinn verður aðeins brætt í 40 kerjum en þau verða að lokum 336.

Álverið er allt hið nútímalegasta, en á Reyðarfirði liggja kerin þversum í verksmiðjunni en ekki langsum eins og í Straumsvík og því komast fleiri ker á lengdarmetra í skálana.

Tómas segir að uppstartið hafa gengið eftir áætlun. Um sé að ræða stóran, flókinn og sérsmíðaðan búnað, sem taki einhvern tíma að stilla. Alcoa þurfti að breyta áætlunum sínum vegna tafa á afhendingu raforku frá Kárahnjúkum en nú fær álverið orku frá landsnetinu.

Í raun er verið að hefja starfsemi í þremur verksmiðjum hjá Alcoa, kerskálana, steypuskálanum og í skautsmiðjunni. Við segjum nánar frá álverinu á Reyðafirði í fréttum okkar næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×