23 ára nýliði með forystu á Zurich Classic 20. apríl 2007 10:42 Kyle Reifers. MYND/AP Kyle Reifers, 23 ára nýliði, stal senunni á Zurich Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi í gær. Reifers náði tveggja högga forystu eftir magnaða spilamennsku. Kyle Reifers er aðeins 23 ára og spilar á sínu fyrsta tímabili í bandarísku mótaröðinni. Hann tryggði sér þáttökurétt með því að setja niður pútt á lokaholunni á úrtökumótinu. Frammistaða hans í gær var ótrúleg. Hann náði átta fuglum og tíu pörum á holunum átján. Lék á 64 höggum og setti vallarmet sem áður var í eigu Chris Di Marco. Di Marco er sjö höggum á eftir Reifers. David Toms sem er fæddur í Louisana lék ágætlega í gær á 69 höggum en mótið fór ekki fram á þessum velli í fyrra vegna hamfarana í New Orleans. Gamla kempan Mark Calcavecchia er í öðru sæti lék á 66 höggum, sex undir pari og er tveimur höggum á eftir Reifers. Calcavecchia vann á sínum tíma sigur á opna breska árið 1989. Suður-Kóreumaðurinn Charlie Wie átti tilþrif dagsins þegar hann vippaði ofan í holu á átjándu. Wie átti skrautlegan hring, fékk fjóra fugla tvo skolla og skramba og er sjö höggum á eftir Reifers. Fjórir kylfingar eru í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Tim Petrovic, Tom Johnson, Jason Schultz og Lucas Glover allt Bandaríkjamenn Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Kyle Reifers, 23 ára nýliði, stal senunni á Zurich Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi í gær. Reifers náði tveggja högga forystu eftir magnaða spilamennsku. Kyle Reifers er aðeins 23 ára og spilar á sínu fyrsta tímabili í bandarísku mótaröðinni. Hann tryggði sér þáttökurétt með því að setja niður pútt á lokaholunni á úrtökumótinu. Frammistaða hans í gær var ótrúleg. Hann náði átta fuglum og tíu pörum á holunum átján. Lék á 64 höggum og setti vallarmet sem áður var í eigu Chris Di Marco. Di Marco er sjö höggum á eftir Reifers. David Toms sem er fæddur í Louisana lék ágætlega í gær á 69 höggum en mótið fór ekki fram á þessum velli í fyrra vegna hamfarana í New Orleans. Gamla kempan Mark Calcavecchia er í öðru sæti lék á 66 höggum, sex undir pari og er tveimur höggum á eftir Reifers. Calcavecchia vann á sínum tíma sigur á opna breska árið 1989. Suður-Kóreumaðurinn Charlie Wie átti tilþrif dagsins þegar hann vippaði ofan í holu á átjándu. Wie átti skrautlegan hring, fékk fjóra fugla tvo skolla og skramba og er sjö höggum á eftir Reifers. Fjórir kylfingar eru í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Tim Petrovic, Tom Johnson, Jason Schultz og Lucas Glover allt Bandaríkjamenn
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira