Stóru flokkarnir einhuga í skólamálum 24. apríl 2007 19:15 Starfs- og iðnnám verður hafið til vegs og virðingar og jafnréttiskennsla tekin upp í skólum á næstu árum, ef marka má afstöðu allra flokka, nema Frjálslynda flokksins, til skólamála. Flokkarnir eru flestir sammála um að sporna þurfi við brottfalli íslenskra og erlendra nemenda úr framhaldsskólum.Við höldum áfram yfirreið okkar um afstöðu flokkanna til ýmissa mála. Og nú er komið að skólapólitíkinni. Íslendingar hafa almennt verið ánægðir með skólana. Lengi hefur þó verið talað um að breyta þurfi viðhorfi þjóðarinnar til starfs- og iðnnáms og svo virðist sem unglingum af erlendum uppruna gangi illa að fóta sig í íslenskum skólum.Við lögðum fjórar spurningar fyrir alla flokkana. Frjálslyndir sáu einir sér ekki fært að svara þessum spurningum.Fyrsta spurningin er: Þarf að efla starfs- og iðnnám? Ef svo er hvernig?Já segja allir. Sjálfstæðismenn benda á að framlög til starfsnáms hafi aukist og 15 nýjar starfsnámsbrautir komist á laggirnar á síðustu fjórum árum. Þeir vilja líka tryggja aðgang að vinnustaðanámi og treysta tengsl atvinnulífs við skólana. Samfylkingin vill auka fé í list- og verknám og efla iðnbrautir skóla á landsbyggðinni. Það vill Framsókn líka og byggja auk þess upp starfsmenntaháskóla. Vinstri grænir vilja samfellt nám til 18 ára sem næst heimabyggð, m.a. iðn- og starfstengt nám. Þá vilja þeir fella niður núverandi samræmd próf í grunnskóla og auka svigrúm grunnskólanna til að bjóða iðn- og starfsnám.Meira fé, segir Íslandshreyfingin og vinna gegn fordómum segja Baráttusamtökin.Nánast allir unglingar byrja í framhaldsskóla, eða 97%, en um 30% flosna upp úr námi. Við spurðum því: Þarf að sporna við brottfalli úr framhaldsskólum? Ef svo er, hvernig?Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem segja of marga framhaldsskólanema hafa hvorki áhuga né getu á framhaldsskólanámi. Samfylkingin, Framsókn og Íslandshreyfingin vilja allir efla námsráðgjöf. Samfylkingin vill auk þess auka áherslu á starfsnám, list- og iðngreinar. Vinstri grænir vilja efla samstarf við til dæmis listaskóla og íþróttafélög.Unglingar af erlendum uppruna eru líklegri en aðrir til detta út úr skóla og fara síður í háskólanám. Við spurðum: Þarf að grípa til sértækra aðgerða til að sporna við brottfalli innflytjenda úr framhaldsskólum? Hverra?Já, segja allir, nema Baráttusamtökin sem segja innflytjendur geta stundað framhaldsskólanám ef þeir vilja vera Íslendingar. Þau stinga líka upp á prófi fyrir innflytjendur, meðal annars í íslenskum þjóðfélagsfræðum, til að meta hvort þau komist í framhaldsskóla. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi verið stofnaður sjóður til að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga en hann á meðal annars líka að styrkja fræðslu fyrir kennara sem kenna íslensku sem erlent tungumál. Annars eru allir á því að efla þurfi íslenskukennslu en auk þess vill Samfylkingin auka frelsi nemenda til að skipuleggja nám til stúdentsprófs eftir áhugasviði hvers og eins og Framsókn telur jafnvel að vinna þurfi með erlenda nemendur á einstaklingsgrunni og efla aðstoð við heimanám. Vinstri grænir vilja m.a. 3000 ókeypis kennslustundir í íslensku og auka úrræði til að greina námsvanda erlendra nemenda.Og að lokum spurðum við hvort skólar eigi að fræða nemendur um jafnréttismál?Þar var svarið einfalt og hið sama hjá öllum flokkum: JÁ. Fréttir Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Starfs- og iðnnám verður hafið til vegs og virðingar og jafnréttiskennsla tekin upp í skólum á næstu árum, ef marka má afstöðu allra flokka, nema Frjálslynda flokksins, til skólamála. Flokkarnir eru flestir sammála um að sporna þurfi við brottfalli íslenskra og erlendra nemenda úr framhaldsskólum.Við höldum áfram yfirreið okkar um afstöðu flokkanna til ýmissa mála. Og nú er komið að skólapólitíkinni. Íslendingar hafa almennt verið ánægðir með skólana. Lengi hefur þó verið talað um að breyta þurfi viðhorfi þjóðarinnar til starfs- og iðnnáms og svo virðist sem unglingum af erlendum uppruna gangi illa að fóta sig í íslenskum skólum.Við lögðum fjórar spurningar fyrir alla flokkana. Frjálslyndir sáu einir sér ekki fært að svara þessum spurningum.Fyrsta spurningin er: Þarf að efla starfs- og iðnnám? Ef svo er hvernig?Já segja allir. Sjálfstæðismenn benda á að framlög til starfsnáms hafi aukist og 15 nýjar starfsnámsbrautir komist á laggirnar á síðustu fjórum árum. Þeir vilja líka tryggja aðgang að vinnustaðanámi og treysta tengsl atvinnulífs við skólana. Samfylkingin vill auka fé í list- og verknám og efla iðnbrautir skóla á landsbyggðinni. Það vill Framsókn líka og byggja auk þess upp starfsmenntaháskóla. Vinstri grænir vilja samfellt nám til 18 ára sem næst heimabyggð, m.a. iðn- og starfstengt nám. Þá vilja þeir fella niður núverandi samræmd próf í grunnskóla og auka svigrúm grunnskólanna til að bjóða iðn- og starfsnám.Meira fé, segir Íslandshreyfingin og vinna gegn fordómum segja Baráttusamtökin.Nánast allir unglingar byrja í framhaldsskóla, eða 97%, en um 30% flosna upp úr námi. Við spurðum því: Þarf að sporna við brottfalli úr framhaldsskólum? Ef svo er, hvernig?Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem segja of marga framhaldsskólanema hafa hvorki áhuga né getu á framhaldsskólanámi. Samfylkingin, Framsókn og Íslandshreyfingin vilja allir efla námsráðgjöf. Samfylkingin vill auk þess auka áherslu á starfsnám, list- og iðngreinar. Vinstri grænir vilja efla samstarf við til dæmis listaskóla og íþróttafélög.Unglingar af erlendum uppruna eru líklegri en aðrir til detta út úr skóla og fara síður í háskólanám. Við spurðum: Þarf að grípa til sértækra aðgerða til að sporna við brottfalli innflytjenda úr framhaldsskólum? Hverra?Já, segja allir, nema Baráttusamtökin sem segja innflytjendur geta stundað framhaldsskólanám ef þeir vilja vera Íslendingar. Þau stinga líka upp á prófi fyrir innflytjendur, meðal annars í íslenskum þjóðfélagsfræðum, til að meta hvort þau komist í framhaldsskóla. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi verið stofnaður sjóður til að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga en hann á meðal annars líka að styrkja fræðslu fyrir kennara sem kenna íslensku sem erlent tungumál. Annars eru allir á því að efla þurfi íslenskukennslu en auk þess vill Samfylkingin auka frelsi nemenda til að skipuleggja nám til stúdentsprófs eftir áhugasviði hvers og eins og Framsókn telur jafnvel að vinna þurfi með erlenda nemendur á einstaklingsgrunni og efla aðstoð við heimanám. Vinstri grænir vilja m.a. 3000 ókeypis kennslustundir í íslensku og auka úrræði til að greina námsvanda erlendra nemenda.Og að lokum spurðum við hvort skólar eigi að fræða nemendur um jafnréttismál?Þar var svarið einfalt og hið sama hjá öllum flokkum: JÁ.
Fréttir Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira