Alheimssamband múslima hefur tekið fagnandi teikningum af risastóru bænahúsi í Kaupmannahöfn. Moskan er nokkuð nútímaleg, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hún er hvorki með spírum né hvolfþaki, eins og bænahús múslima í Miðausturlöndum. Hönnuður hennar segir að það hafi vakið mikla hrifningu múslima.
Arkitektin Jan Wenzeles kynnti teikningar sínar af moskunni á fundi í New York. Hún á að fá nafnið Moskan mikla í Kaupmannahöfn. Wenzeles segir að fundarmenn hafi verið afar hrifnir og gjarnan viljað styðja byggingu moskunnar. Hann er því sannfærður um að moskan verði reist í höfuðborginni.