Mayweather vann nauman sigur á De la Hoya 6. maí 2007 05:11 Mayweather getur hætt sáttur eftir sigurinn á De la Hoya NordicPhotos/GettyImages Floyd Mayweather stóð við stóru orðin í nótt þegar hann sigraði Oscar de la Hoya naumlega á stigum í bardaga þeirra um WBC titilinn í léttmillivigt. Ekkert varð þó úr barsmíðunum sem Mayweather var búinn að lofa, því De la Hoya barðist hetjulega og veitti andstæðingi sínum góða keppni. De la Hoya hafði yfirburði í fyrstu lotunum, en það var fyrst og fremst hraði Mayweather sem tryggði honum sigurinn. Hann lýsti því yfir fyrir bardagann að einvígið við De la Hoya yrði hans síðasti á ferlinum, en þetta var fyrsti bardagi Mayweather í þessum þyngdarflokki. Hann er sexfaldur heimsmeistari í fimm þyngdarflokkum. Tveir dómarar dæmdu bardagann Mayweather í vil 116-112 og 115-113, en sá þriðji dæmdi hann 115-113 fyrir De la Hoya. Bubbi Morthens vildi einnig meina að De la Hoya hefði átt að vinna, en þess má geta að sérfræðingar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar og Associated Press dæmdu bardagann 116-112 Mayweather í vil. Mayweather ítrekaði að hann ætlaði að hætta í viðtali eftir bardagann en De la Hoya segist ætla að skoða bardagann aftur og hugsa áframhaldið í rólegheitunum. Hann tók tapinu af einstakri prúðmennsku og auðmýkt eins og hans er von og vísa. Þetta var fimmta tap De la Hoya á ferlinum í 43 bardögum en Mayweather sest nú í helgan stein taplaus í 38 viðureignum. De la Hoya fékk að minnsta kosti 25 milljónir dollara fyrir bardagann og Mayweather 10 - og borguðu áhorfendur í Las Vegas margir hverjir upp í 2000 dollara fyrir góð sæti. Box Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
Floyd Mayweather stóð við stóru orðin í nótt þegar hann sigraði Oscar de la Hoya naumlega á stigum í bardaga þeirra um WBC titilinn í léttmillivigt. Ekkert varð þó úr barsmíðunum sem Mayweather var búinn að lofa, því De la Hoya barðist hetjulega og veitti andstæðingi sínum góða keppni. De la Hoya hafði yfirburði í fyrstu lotunum, en það var fyrst og fremst hraði Mayweather sem tryggði honum sigurinn. Hann lýsti því yfir fyrir bardagann að einvígið við De la Hoya yrði hans síðasti á ferlinum, en þetta var fyrsti bardagi Mayweather í þessum þyngdarflokki. Hann er sexfaldur heimsmeistari í fimm þyngdarflokkum. Tveir dómarar dæmdu bardagann Mayweather í vil 116-112 og 115-113, en sá þriðji dæmdi hann 115-113 fyrir De la Hoya. Bubbi Morthens vildi einnig meina að De la Hoya hefði átt að vinna, en þess má geta að sérfræðingar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar og Associated Press dæmdu bardagann 116-112 Mayweather í vil. Mayweather ítrekaði að hann ætlaði að hætta í viðtali eftir bardagann en De la Hoya segist ætla að skoða bardagann aftur og hugsa áframhaldið í rólegheitunum. Hann tók tapinu af einstakri prúðmennsku og auðmýkt eins og hans er von og vísa. Þetta var fimmta tap De la Hoya á ferlinum í 43 bardögum en Mayweather sest nú í helgan stein taplaus í 38 viðureignum. De la Hoya fékk að minnsta kosti 25 milljónir dollara fyrir bardagann og Mayweather 10 - og borguðu áhorfendur í Las Vegas margir hverjir upp í 2000 dollara fyrir góð sæti.
Box Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira