Körfubolti

Einar Árni til Breiðabliks

Einar handsalar samninginn við Pétur Hrafn, formann Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks.
Einar handsalar samninginn við Pétur Hrafn, formann Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. MYND/Vísir

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks og Einar Árni Jóhannsson hafa komist að samkomulagi um að Einar Árni þjálfi lið meistaraflokks karla hjá Breiðablik ásamt með að vera yfirþjálfari unglingaflokka hjá félaginu.

Einar Árni hefur getið sér gott orð sem þjálfari í körfuknattleik. Hann hefur þjálfað hjá Njarðvík undanfarin ár, bæði mfl. karla og yngri flokka félagsins. Hann hefur einnig starfað sem landsliðsþjálfari yngri landsliða hjá KKÍ. Einar Árni var valinn þjálfari ársins í Iceland Express deild karla á keppnistímabilinu sem nú er að ljúka. Hann býr því yfir mikilli reynslu í þjálfun sem á eftir að skila Breiðabliki áfram veginn.

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur verið vaxandi deild á undanförnum árum og hefur iðkendum fjölgað jaft og þétt. Árangur í yngri flokkum hefur verið ágætur og eru flokkar félagsins jafnan meðal 5 bestu liða landsins í sínum aldursflokki. Það er því ljóst að efniviðurinn er til staðar og verður það meðal annars hlutverk Einars Árna að vinna að því að enn betri árangur náist, bæði hvað varðar fjölda iðkenda og bættan árangur.

Stjórn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa fengð jafn hæfan og kröftugan þjálfara til liðs við sig og væntir mikils af samstarfinu við Einar Árna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×