Nærri 4.000 bandarískir hermenn í nágrenni Bagdad í Írak leita nú þriggja bandarískra hermanna sem talið er að hafi verið rænt á laugardaginn var. hópur uppreisnarmanna í Írak, sem kallar sig íslamska ríkið í Írak, sagðist halda mönnunum þremur í gíslingu.
Hann hafði þó enga sönnun fyrir því. Hermönnunum þremur var rænt eftir að þeir lentu í umsátri sunnan við Bagdad. Fjórir bandarískir hermenn og einn íraskur létu lífið í umsátrinu.