Íranar byrjaðir að framleiða úran í miklu magni Jónas Haraldsson skrifar 15. maí 2007 10:51 Mohamed ElBaradei, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. MYND/AP Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar hafa komist að því að Íranar virðast hafa leyst helstu tæknileg vandamál sín og séu byrjaðir að auðga úran í mun meira magni en áður var haldið. Niðurstöður eftirlitsmannanna gætu sett strik í reikning stjórnarerindreka í Evrópu og Bandaríkjunum, sem hafa hingað til reynt að þvinga Írana til þess að hætta auðgun úrans til þess að koma í veg fyrir þeir að geti framleitt kjarnorkuvopn. Í skoðunarferð eftirlitsmannanna kom í ljós að Íranar hafa hafið vinnslu á úrangasi í 1.300 skilvindum og að úranið sem kæmi úr þeim væri nógu gott til þess að nota sem eldsneyti í kjarnorkuver. Hingað til var haldið að Íranar réðu ekki við að láta skilvindurnar snúast á þeim ógnarhraða sem þarf til þess að úranið verði nógu hreint svo hægt sé að nota það frekar. Nú virðist sem að þeim hafi tekist að komast yfir þessa þröskulda. „Við höldum að þeir hafi nú kunnáttuna sem er nauðsynleg til þess að auðga úran." sagði Mohamed ElBaradei, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Fyrir fjórum árum lenti hann í orðaskaki við stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, þegar hann sagði engin sönnunargögn um að Írak hefði hafið kjarnorkuframleiðslu á ný. „Héðan í frá er þetta einfaldlega spurning fyrir Írana um að fullkomna þá þekkingu sem þeir búa nú þegar yfir. Fólk á ekki eftir að kunna við að heyra það en þetta er staðreynd engu að síður." Óvíst er hvort að Íran geti byggt ofan á árangur sinn. Algengt er að eitthvað komi upp á í svona starfi og að byrja þurfi upp á nýtt. Skemmdarverk eru líka inni í myndinni og talið er að Bandaríkjamenn hafi áður reynt að beita slíkum aðferðum gegn kjarnorkuáætlun Írana. Úranið sem Íranar búa yfir núna er þó ekki nógu gott til þess að nota í sprengjur. Til þess að ná því fram þyrftu þeir að vinna það enn frekar. Þá er ekki talið að þeir hafi þá kunnáttu sem þarf til þess að framleiða kjarnaodda. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að beita efnahagsþvingunum til þess að reyna að fá Írana að hætta auðgun úrans. Rússar og nokkur Evrópulönd hafa samt dregið skynsemi þess í efa. Rökin fyrir þvingunum eru sú að ef Íranar hætta augun úrans kemur það í veg fyrir eða seinkar því að þeir öðlist kunnáttuna til þess að búa til sitt eigið kjarnorkueldsneyti. Stjórn Bush hefur tekið undir þetta og neitar að ræða við Írana svo lengi sem þeir halda áfram að auðga úran. Búist er við því að þriðja umferð refsiaðgerða hefjist á næstunni ef að Íranar hætta ekki auðgun úrans bráðlega. ElBaradei hefur þó alltaf haft horn í síðu þeirrar stefnu. Hann hefur lengi sagt að hann telji að Íranar eigi aldrei eftir að hætta að auðga úran og því verði að finna aðra leið til þess að koma í veg fyrir að deilan komist á alvarlegt stig. Íranar gætu, samkvæmt útreikningum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, notað það úran sem þeir búa yfir núna í kjarorkuver. Það er um 5% hreint. Til þess að framleiða kjarorkuvopn þarf úranið að vera 90% og ef það á að nást þurfa þeir að vera með skilvindurnar í gangi í um það bil fjóra til fimm mánuði. Þá gætu Íranar hent eftirlitsmönnunum úr landi og hafið framleiðslu á kjarnavopnum. Suma embættismenn í Bandaríkjunum sem og hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni grunar að Íranar stefni einfaldlega að því svo að þeir geti hótað því að búa til kjarnorkusprengju, án þess þó að eiga nokkra. Aðrir vilja einfaldlega sprenjga rannsóknarstöðvar Írana til þess að koma í veg fyrir áætlanir Írana. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði eftir ferðalag sitt um Mið-Austurlönd að svo virtist sem Íran væri staðráðið í að geta framleitt nóg úran til þess að búa til kjarnorkuvopn. En hann hótaði engu og sagði aðeins að Íran ætti að fara eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna. New York Times skýrir frá þessu á vefsíðu sinni í dag. Erlent Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar hafa komist að því að Íranar virðast hafa leyst helstu tæknileg vandamál sín og séu byrjaðir að auðga úran í mun meira magni en áður var haldið. Niðurstöður eftirlitsmannanna gætu sett strik í reikning stjórnarerindreka í Evrópu og Bandaríkjunum, sem hafa hingað til reynt að þvinga Írana til þess að hætta auðgun úrans til þess að koma í veg fyrir þeir að geti framleitt kjarnorkuvopn. Í skoðunarferð eftirlitsmannanna kom í ljós að Íranar hafa hafið vinnslu á úrangasi í 1.300 skilvindum og að úranið sem kæmi úr þeim væri nógu gott til þess að nota sem eldsneyti í kjarnorkuver. Hingað til var haldið að Íranar réðu ekki við að láta skilvindurnar snúast á þeim ógnarhraða sem þarf til þess að úranið verði nógu hreint svo hægt sé að nota það frekar. Nú virðist sem að þeim hafi tekist að komast yfir þessa þröskulda. „Við höldum að þeir hafi nú kunnáttuna sem er nauðsynleg til þess að auðga úran." sagði Mohamed ElBaradei, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Fyrir fjórum árum lenti hann í orðaskaki við stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, þegar hann sagði engin sönnunargögn um að Írak hefði hafið kjarnorkuframleiðslu á ný. „Héðan í frá er þetta einfaldlega spurning fyrir Írana um að fullkomna þá þekkingu sem þeir búa nú þegar yfir. Fólk á ekki eftir að kunna við að heyra það en þetta er staðreynd engu að síður." Óvíst er hvort að Íran geti byggt ofan á árangur sinn. Algengt er að eitthvað komi upp á í svona starfi og að byrja þurfi upp á nýtt. Skemmdarverk eru líka inni í myndinni og talið er að Bandaríkjamenn hafi áður reynt að beita slíkum aðferðum gegn kjarnorkuáætlun Írana. Úranið sem Íranar búa yfir núna er þó ekki nógu gott til þess að nota í sprengjur. Til þess að ná því fram þyrftu þeir að vinna það enn frekar. Þá er ekki talið að þeir hafi þá kunnáttu sem þarf til þess að framleiða kjarnaodda. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að beita efnahagsþvingunum til þess að reyna að fá Írana að hætta auðgun úrans. Rússar og nokkur Evrópulönd hafa samt dregið skynsemi þess í efa. Rökin fyrir þvingunum eru sú að ef Íranar hætta augun úrans kemur það í veg fyrir eða seinkar því að þeir öðlist kunnáttuna til þess að búa til sitt eigið kjarnorkueldsneyti. Stjórn Bush hefur tekið undir þetta og neitar að ræða við Írana svo lengi sem þeir halda áfram að auðga úran. Búist er við því að þriðja umferð refsiaðgerða hefjist á næstunni ef að Íranar hætta ekki auðgun úrans bráðlega. ElBaradei hefur þó alltaf haft horn í síðu þeirrar stefnu. Hann hefur lengi sagt að hann telji að Íranar eigi aldrei eftir að hætta að auðga úran og því verði að finna aðra leið til þess að koma í veg fyrir að deilan komist á alvarlegt stig. Íranar gætu, samkvæmt útreikningum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, notað það úran sem þeir búa yfir núna í kjarorkuver. Það er um 5% hreint. Til þess að framleiða kjarorkuvopn þarf úranið að vera 90% og ef það á að nást þurfa þeir að vera með skilvindurnar í gangi í um það bil fjóra til fimm mánuði. Þá gætu Íranar hent eftirlitsmönnunum úr landi og hafið framleiðslu á kjarnavopnum. Suma embættismenn í Bandaríkjunum sem og hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni grunar að Íranar stefni einfaldlega að því svo að þeir geti hótað því að búa til kjarnorkusprengju, án þess þó að eiga nokkra. Aðrir vilja einfaldlega sprenjga rannsóknarstöðvar Írana til þess að koma í veg fyrir áætlanir Írana. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði eftir ferðalag sitt um Mið-Austurlönd að svo virtist sem Íran væri staðráðið í að geta framleitt nóg úran til þess að búa til kjarnorkuvopn. En hann hótaði engu og sagði aðeins að Íran ætti að fara eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna. New York Times skýrir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.
Erlent Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“