Körfubolti

Wade á batavegi eftir tvær aðgerðir

Dwayne Wade verður væntanlega orðinn heill heilsu áður en langt um líður.
Dwayne Wade verður væntanlega orðinn heill heilsu áður en langt um líður. MYND/Getty

Dwayne Wade, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, er á góðum batavegi eftir að hafa gengist undir tvær aðgerðir í vikunni, annars vegar á öxl og hins vegar á hné. Wade segist líða vel, bæði líkamlega og andlega, og stefnir á að verða klár í slaginn þegar næsta tímabil í NBA hefst.

“Ég ákvað að fara í báðar aðgerðirnar á sama deginum til að flýta fyrir endurkomu minni á völlinn. Með þessu er hægt að sameina endurhæfinguna og ég slæ þannig tvær flugur í einu höggi, ef svo má segja,” segir Wade.

Wade lék sárþjáður í úrslitakeppninni með Miami eftir að hafa farið úr axlarlið undir lok hefðbundnar leiktíðar, en þar beið lið Miami afhroð gegn Chicago í fyrstu umferðinni og tapaði 4-0.

Talið er að Wade geti verið frá keppni í allt að sex mánuði en sjálfur segist hann vonast til þess að hann verði tilbúinn fyrr. “Mér líður vel og andlega er ég heill. Það getur verið erfitt að sætta sig við svona meiðsli, en ég er bjartsýnn,” segir Wade.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×