Erfitt að senda hjálpargögn Guðjón Helgason skrifar 21. maí 2007 18:45 MYND/AP Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa ekki getað sent hjálpargögn inn í flóttamannabúðir í Norður-Líbanon í dag vegna átaka stjónarhers og herskrskárra Palestínumanna. Um 70 hafa fallið þar síðan í gær og margir særst. Ráðamenn í Beirút segja Sýrlendinga standa að baki ófriðnum. Þetta eru mestu innanlandsátök í Líbanon síðan endir var bundinn á borgarastyrjöld þar í landi fyrir 17 árum. Upp úr sauð í gær þegar lögreglan í Trípólí reyndi að handtaka liðsmenn Fatah al-Islam samtakanna sem grunaðir voru um bankarán. Til skotbardaga kom og herinn kallaður á vettvang. Þá var gerð árás á varðstöðvar hersins nærri Nahr al-Bader flóttamannabúðunum þar sem um þrjátíu þúsund Palestínumenn halda til og herská samtök múslima sögð fela liðsmenn og þjálfa. Líbanski herinn má ekki fara þar inn samkvæmt nærri fjögurra áratuga gömlu samkomulagi Líbana við Frelsissamtök Palestínumanna, PLO. Enn var barist í Trípólí í Norður-Líbanon í dag. Herinn lét sprengjum rigna yfir Nahr al-Bader flóttamannabúðirnar sem voru umkringdar snemma í morgun. Árásunum var svarað. Fulltrúar Rauða krossins fluttu 18 særða borgara úr búðunum síðdegis og ætluðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins inn í þær með hjálpargögn. Þá þögnuðu byssur fylkinganna en gelt þeirra hófst þó aftur áður en bílaest með lyf og nauðsynjar komst inn í búðirnar. Fatah al-Islam samtökin klofnunðu úr öðrum sýrlenskum og sögð tengjast al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Líbanar segja Sýrlendinga beita þeim fyrir sig til að skapa sem mestan glundroða í Líbanon. Helstu samtök Palestínumanna vilja ekkert með liðsmenn Fatah al-Islam hafa og leiðtogar súnnía í Líbanon styðja aðgerðir hersins. Sýrlendingar segjast ekki tengjast Fatah al-Islam á nokkurn hátt. Ráðamenn í Damascus hafi fyrirskipað handtökur helstu leiðtoga þeirra og veitt alþjóðalögreglunni, Interpol, aðstoð til að ná því markmiði sínu. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa ekki getað sent hjálpargögn inn í flóttamannabúðir í Norður-Líbanon í dag vegna átaka stjónarhers og herskrskárra Palestínumanna. Um 70 hafa fallið þar síðan í gær og margir særst. Ráðamenn í Beirút segja Sýrlendinga standa að baki ófriðnum. Þetta eru mestu innanlandsátök í Líbanon síðan endir var bundinn á borgarastyrjöld þar í landi fyrir 17 árum. Upp úr sauð í gær þegar lögreglan í Trípólí reyndi að handtaka liðsmenn Fatah al-Islam samtakanna sem grunaðir voru um bankarán. Til skotbardaga kom og herinn kallaður á vettvang. Þá var gerð árás á varðstöðvar hersins nærri Nahr al-Bader flóttamannabúðunum þar sem um þrjátíu þúsund Palestínumenn halda til og herská samtök múslima sögð fela liðsmenn og þjálfa. Líbanski herinn má ekki fara þar inn samkvæmt nærri fjögurra áratuga gömlu samkomulagi Líbana við Frelsissamtök Palestínumanna, PLO. Enn var barist í Trípólí í Norður-Líbanon í dag. Herinn lét sprengjum rigna yfir Nahr al-Bader flóttamannabúðirnar sem voru umkringdar snemma í morgun. Árásunum var svarað. Fulltrúar Rauða krossins fluttu 18 særða borgara úr búðunum síðdegis og ætluðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins inn í þær með hjálpargögn. Þá þögnuðu byssur fylkinganna en gelt þeirra hófst þó aftur áður en bílaest með lyf og nauðsynjar komst inn í búðirnar. Fatah al-Islam samtökin klofnunðu úr öðrum sýrlenskum og sögð tengjast al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Líbanar segja Sýrlendinga beita þeim fyrir sig til að skapa sem mestan glundroða í Líbanon. Helstu samtök Palestínumanna vilja ekkert með liðsmenn Fatah al-Islam hafa og leiðtogar súnnía í Líbanon styðja aðgerðir hersins. Sýrlendingar segjast ekki tengjast Fatah al-Islam á nokkurn hátt. Ráðamenn í Damascus hafi fyrirskipað handtökur helstu leiðtoga þeirra og veitt alþjóðalögreglunni, Interpol, aðstoð til að ná því markmiði sínu.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira