
Erlent
20 létust og 30 særðust í sjálfsmorðsárás
20 manns létust og rúmlega 30 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás á kaffihúsi norðaustur af Bagdad í morgun. Lögregla þar skýrði frá þessu. Sprengjumaðurinn var í vesti með sprengiefnum þegar hann gekk inn á kaffihúsið í bænum Mandali. Bærinn er um 100 kílómetra norðaustur af Bagdad, nálægt landamærum Írans og Íraks. Í honum búa mestmegnis sjíar af kúrdískum uppruna.