Alfreð, Ottó og Sigmundur deila efsta sæti 2. júní 2007 18:29 Sigmundur Einar Heiða Helgadóttir Alfreð Brynjar Kristinsson úr GR og þeir Ottó Sigurðsson og Sigmundur Einar Másson úr GKG deila efsta sæti eftir fyrsta hring af þremur á 2. stigamótinu á Kaupþings mótaröðinni sem fram fer á Korpúlfsstaðavelli. Þeir léku allir á 74 höggum, eða 2 höggum yfir pari. Mjög hvasst var í dag og þá gekk á með skúrum fyrir hádegi. Ákveðið var að fresta öðrum hringum sem átti að leika í dag vegna veðurs og verða því leiknar 36 holur á morgun ef veður verður hagstætt. Spáin gerir ráð fyrir að það verði ekki eins hvasst á morgun, 5-10 m/s, en í dag fór vindurinn mest í 18 m/s.Það var greinilegt á skori keppenda að fyrri níu holurnar reyndust flestum erfiðari í dag. Aðeins einn keppandi náði að leika þær á pari, en það var hinn ungi og efnilegi Axel Bóasson úr GK. Hann lék hringinn á 75 höggum og deilir fjórða sæti með Magnúsi Lárussyni úr GKj. Sá sem lék lakast í dag var á 99 höggum og lék hann seinni níu á 52 höggum.Ottó og Sigmundur voru mjög sáttir við spilamennskuna í dag miðað við þær aðstæður sem voru. "Ég held að ég geti bara verið ánægður með þetta skor. Það var mjög erfitt að leika í þessum mikla vindi og það þurfti að spá vel í hvert einasta högg. Ég reyndi að halda boltanum vel niðri á móti vindinum og það tókst bara nokkuð vel," sagði Ottó.Sigmundur tók í sama streng: "Já, ég held ég geti verið nokkuð sáttur. Ég var að slá vel og reyndi að reikna með vindinum, en það var oft erfitt. Flatirnar voru ekki góðar, mikill sandur í þeim. Vonandi verður betra veður á morgun og þá er hægt að búast við betra skori en í dag," sagði Sigmundur Einar í samtali við Kylfing.is eftir hringinn.www.kylfingur.is Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Alfreð Brynjar Kristinsson úr GR og þeir Ottó Sigurðsson og Sigmundur Einar Másson úr GKG deila efsta sæti eftir fyrsta hring af þremur á 2. stigamótinu á Kaupþings mótaröðinni sem fram fer á Korpúlfsstaðavelli. Þeir léku allir á 74 höggum, eða 2 höggum yfir pari. Mjög hvasst var í dag og þá gekk á með skúrum fyrir hádegi. Ákveðið var að fresta öðrum hringum sem átti að leika í dag vegna veðurs og verða því leiknar 36 holur á morgun ef veður verður hagstætt. Spáin gerir ráð fyrir að það verði ekki eins hvasst á morgun, 5-10 m/s, en í dag fór vindurinn mest í 18 m/s.Það var greinilegt á skori keppenda að fyrri níu holurnar reyndust flestum erfiðari í dag. Aðeins einn keppandi náði að leika þær á pari, en það var hinn ungi og efnilegi Axel Bóasson úr GK. Hann lék hringinn á 75 höggum og deilir fjórða sæti með Magnúsi Lárussyni úr GKj. Sá sem lék lakast í dag var á 99 höggum og lék hann seinni níu á 52 höggum.Ottó og Sigmundur voru mjög sáttir við spilamennskuna í dag miðað við þær aðstæður sem voru. "Ég held að ég geti bara verið ánægður með þetta skor. Það var mjög erfitt að leika í þessum mikla vindi og það þurfti að spá vel í hvert einasta högg. Ég reyndi að halda boltanum vel niðri á móti vindinum og það tókst bara nokkuð vel," sagði Ottó.Sigmundur tók í sama streng: "Já, ég held ég geti verið nokkuð sáttur. Ég var að slá vel og reyndi að reikna með vindinum, en það var oft erfitt. Flatirnar voru ekki góðar, mikill sandur í þeim. Vonandi verður betra veður á morgun og þá er hægt að búast við betra skori en í dag," sagði Sigmundur Einar í samtali við Kylfing.is eftir hringinn.www.kylfingur.is
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira