Vilja fara í mál á Íslandi Guðjón Helgason skrifar 3. júní 2007 18:45 Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum, ætla að kanna hvort hægt verði að draga meintan morðingja hennar fyrir dóm hér á landi. Herréttur í Washington sýknaði hann í síðasta mánuði og samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að kæra hann aftur fyrir morð. Ashley Turner var tvítug og flugliði í þyrlubjörgunarsveit Keflavíkurflugvallar. Hún fannst liggjandi í blóði sínu í sameiginlegum svefnskála hennar og Calvins Hill, samstarfsmanns, á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fjórtánda ágúst 2005. Turner lést af völdum höfuðáverka og stungusára á hálsi. Hill var ákærður fyrir að hafa myrt hana en Turner átti að bera vitni gegn honum í þjófnaðarmáli. Réttað var yfir Hill fyrir herrétti í Bolling-herstöðinni í Washington í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði var hann sýknaður en lækkaður í tign og dæmdur til erfiðisvinnu fyrir að hafa stolið jafnvirði hundrað og sjötíu þúsund króna frá Turner. Jason Turner, bróðir Ashley, segir að gögn hafi legið fyrir sem að hans mati hafi bent sterklega til þess að Hill væri morðinginn. Samkvæmt bandarískum lögum sé ekki hægt að rétta oftar en einu sinni yfir manni vegna sama morðmálsins. Hann og ættingjar hans séu ekki lögspekingar en ætlunin sé að hafa samband við yfirvöld á Íslandi til að kanna möguleikann á að sækja mál með ákæru sem hljóð eins og sú sem var birt gegn Hill í Bandaríkjunum, nú eða þá vægari ákæru en það gangi. Jason segir að hann ætli að kanna möguleikan á málshöfðun hér á landi eftir helgina. Óvíst er hvort hægt verði að hefja málarekstur hér. Í viðauka við Varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 segir að ríkisstjórn Íslands óski ekki eftir að fara með lögsögu í málum varnarliðsmanna sem hún hafi áskilið sér nema um sé að tefla sakir sem hafi sérstaka þýðingu fyrir Ísland. Jason segir ekki líkur á að einkamál verði höfðað gegn Hill í Bandaríkjunum. Ekki sé hægt að sækja miklar bætur í greipar hans og helst vilji Turner-fjölskyldan vita sem minnst af Hill og hans ættingjum. Hann segir Turner-fjölskylduna ekki vilja peninga heldur að réttlætið nái fram að ganga. Erlent Fréttir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum, ætla að kanna hvort hægt verði að draga meintan morðingja hennar fyrir dóm hér á landi. Herréttur í Washington sýknaði hann í síðasta mánuði og samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að kæra hann aftur fyrir morð. Ashley Turner var tvítug og flugliði í þyrlubjörgunarsveit Keflavíkurflugvallar. Hún fannst liggjandi í blóði sínu í sameiginlegum svefnskála hennar og Calvins Hill, samstarfsmanns, á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fjórtánda ágúst 2005. Turner lést af völdum höfuðáverka og stungusára á hálsi. Hill var ákærður fyrir að hafa myrt hana en Turner átti að bera vitni gegn honum í þjófnaðarmáli. Réttað var yfir Hill fyrir herrétti í Bolling-herstöðinni í Washington í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði var hann sýknaður en lækkaður í tign og dæmdur til erfiðisvinnu fyrir að hafa stolið jafnvirði hundrað og sjötíu þúsund króna frá Turner. Jason Turner, bróðir Ashley, segir að gögn hafi legið fyrir sem að hans mati hafi bent sterklega til þess að Hill væri morðinginn. Samkvæmt bandarískum lögum sé ekki hægt að rétta oftar en einu sinni yfir manni vegna sama morðmálsins. Hann og ættingjar hans séu ekki lögspekingar en ætlunin sé að hafa samband við yfirvöld á Íslandi til að kanna möguleikann á að sækja mál með ákæru sem hljóð eins og sú sem var birt gegn Hill í Bandaríkjunum, nú eða þá vægari ákæru en það gangi. Jason segir að hann ætli að kanna möguleikan á málshöfðun hér á landi eftir helgina. Óvíst er hvort hægt verði að hefja málarekstur hér. Í viðauka við Varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 segir að ríkisstjórn Íslands óski ekki eftir að fara með lögsögu í málum varnarliðsmanna sem hún hafi áskilið sér nema um sé að tefla sakir sem hafi sérstaka þýðingu fyrir Ísland. Jason segir ekki líkur á að einkamál verði höfðað gegn Hill í Bandaríkjunum. Ekki sé hægt að sækja miklar bætur í greipar hans og helst vilji Turner-fjölskyldan vita sem minnst af Hill og hans ættingjum. Hann segir Turner-fjölskylduna ekki vilja peninga heldur að réttlætið nái fram að ganga.
Erlent Fréttir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira