Varnar- og umhverfismál ber hæst Guðjón Helgason skrifar 7. júní 2007 12:15 Búist er við að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ræði umdeilt eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu einslega í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hefja tveggja daga stífa fundarlotu í Þýskalandi í dag þar sem varnar- og umhverfismál ber hæst. Þjóðarleiðtogarnir sem sækja fundinn settust saman að snæðingi ásamt mökum sínum í Gut Hohen Luckow kastala nærri strandbænum Heiligendamm í austurhluta Þýskalands í gærkvöldi. Kvöldverðurinn var forleikurinn að stífri fundardagskrá í dag og á morgun. Búast má við töluverðri spennu á fundinum þar sem viðhorf leiðtoganna til helstu mála eru harla ólík. Þannig eru Rússar andvígir því að Kosovo-hérað fái algjört sjálfstæði og því er talið ólíklegt að samkomulag náist um það á fundinum. Enn fremur má búast við að ekki gangi allir sáttir frá borði í umræðum um aðgerðir í loftlagsmálum því ágreiningur er um milli leiðtoga Evrópu og Bandaríkjanna um hversu langt eigi að ganga. Auk þessa má búast við að deilur Vesturveldanna og Rússa um eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Austur-Evrópu verði fyrirferðamiklar á fundinum í dag. Reiknað er með því að George Bush Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræði málið einslega á fundi í dag auk þess sem aðrir leiðtogar úr átta manna hópnum eru sagðir vilja ræða við Pútín undir fjögur augu um versnandi samskipti austurs og vesturs. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, reyndi þó að bera klæði á vopnin í gær og sagði þá staðreynd að Pútín væri mættur til fundar skýrt merki um að kalda stríðinu væri lokið og það ekki að skella aftur á. Spennan er ekki síður utan fundarins þar sem fjöldi mótmælenda hefur tekist á við lögreglu undanfarna daga í nágrenni fundarstaðarins. Mótmælendur hafa lokað fyrir umferð nærri fundarstaðnum og hefur lögregla þá notað vatnsþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum. Rúmlega hundrað og þrjátíu mótmælendur voru handteknir í gær og að minnsta kosti átta lögreglumenn særðust lítillega í átökum. Sextán þúsund manna lögreglulið vaktar fundarstaðinn fram til morguns og er talið að kostnaður þýska ríkisins vegna löggæslu og annars sem tengist fundinum nemi jafnvirði tæplega átta milljarða íslenskra króna. Erlent Fréttir Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Búist er við að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ræði umdeilt eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu einslega í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hefja tveggja daga stífa fundarlotu í Þýskalandi í dag þar sem varnar- og umhverfismál ber hæst. Þjóðarleiðtogarnir sem sækja fundinn settust saman að snæðingi ásamt mökum sínum í Gut Hohen Luckow kastala nærri strandbænum Heiligendamm í austurhluta Þýskalands í gærkvöldi. Kvöldverðurinn var forleikurinn að stífri fundardagskrá í dag og á morgun. Búast má við töluverðri spennu á fundinum þar sem viðhorf leiðtoganna til helstu mála eru harla ólík. Þannig eru Rússar andvígir því að Kosovo-hérað fái algjört sjálfstæði og því er talið ólíklegt að samkomulag náist um það á fundinum. Enn fremur má búast við að ekki gangi allir sáttir frá borði í umræðum um aðgerðir í loftlagsmálum því ágreiningur er um milli leiðtoga Evrópu og Bandaríkjanna um hversu langt eigi að ganga. Auk þessa má búast við að deilur Vesturveldanna og Rússa um eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Austur-Evrópu verði fyrirferðamiklar á fundinum í dag. Reiknað er með því að George Bush Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræði málið einslega á fundi í dag auk þess sem aðrir leiðtogar úr átta manna hópnum eru sagðir vilja ræða við Pútín undir fjögur augu um versnandi samskipti austurs og vesturs. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, reyndi þó að bera klæði á vopnin í gær og sagði þá staðreynd að Pútín væri mættur til fundar skýrt merki um að kalda stríðinu væri lokið og það ekki að skella aftur á. Spennan er ekki síður utan fundarins þar sem fjöldi mótmælenda hefur tekist á við lögreglu undanfarna daga í nágrenni fundarstaðarins. Mótmælendur hafa lokað fyrir umferð nærri fundarstaðnum og hefur lögregla þá notað vatnsþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum. Rúmlega hundrað og þrjátíu mótmælendur voru handteknir í gær og að minnsta kosti átta lögreglumenn særðust lítillega í átökum. Sextán þúsund manna lögreglulið vaktar fundarstaðinn fram til morguns og er talið að kostnaður þýska ríkisins vegna löggæslu og annars sem tengist fundinum nemi jafnvirði tæplega átta milljarða íslenskra króna.
Erlent Fréttir Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira