Útlit fyrir stórsigur mið- og hægrimanna í Frakklandi Guðjón Helgason skrifar 10. júní 2007 18:30 Útgönguspár benda til þess að bandalag mið- og hægrimenn hafi unnið stórsigur í frönsku þingkosningunum í dag og hafi ríflegan meirihluta í neðri deild þingsins - sjötíu til áttatíu prósent þingsæta. Endanleg úrslit liggja þó ekki fyrir fyrr en eftir viku. Einnig var kosið til þings í Belgíu í dag og benda fyrstu tölur til þess að stjórn frjálslyndra og sósíalista sé fallin. Kristilegir demókratar í Flæmingjalandi eru sigurvegarar kosninganna með rúm þrjátíu prósent atkvæða. Kosið er aftur í Frakklandi á þjóðhátíðardegi Íslendinga eftir viku í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta atkvæða eða kjörsókn er undir tuttugu og fimm prósentum. Síðustu kannanir bentu til þess að hægriflokkur Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, ætti eftir að bæta við sig fjöld aþingsæta. Það mun auðvelda honum að koma í gegn umdeildum stefnumálum. Forsetinn vill lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum verði gert auðveldara að ráða og reka starfsfólk. Því var spáð að sósíalistar töpuðu fjölda þingsæta í kosningunum - sem yrði enn meira áfall fyrir þá eftir að forsetaframbjóðandi þeirra, Segolene Royal, beið lægri hlut í baráttunni við Sarkozy í vor. Færi svo að fylgistapið yrði jafn mikið og spáð var ætlaði Francois Hollande, leiðtogi sósíalista á þingi, að segja af sér og búist við að Royal takið við af honum. Nágrannar Frakka í Belgíu kusu einnig þing í dag. Fyrirfram var talið næsta víst að stjórn frjálslyndra og sósíalista, undir forystu Guy Verhofstadt, forsætisráðherra, myndi falla eftir átta ár við völd og það þó skattar hefðu verið lækkaðir og efnahagur landsins almennt sagður í blóma. Talið er að það taki einhverjar vikur að mynda nýja ríkisstjórn. Fyrir kosningarnar var Kristilegum demókrötum í Flæmingjalandi, undir forystu Yves Leterme, spáð mestum sigir en um leið að þeim myndi reynast erfitt að fá aðra flokka til samstarfs í nýrri ríkisstjórn. Græningjum er þó spáð hlutverki í þeim stjórnarmyndunarviðræðum og jafnvel líka sósíalistum þrátt fyrir hneykslismál sem hafi þjakað þá. Það myndi þýða að að frjálslyndur demókrataflokkur Verhofstadst forsætisráðherra yrði úti í kuldanum. Erlent Fréttir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Útgönguspár benda til þess að bandalag mið- og hægrimenn hafi unnið stórsigur í frönsku þingkosningunum í dag og hafi ríflegan meirihluta í neðri deild þingsins - sjötíu til áttatíu prósent þingsæta. Endanleg úrslit liggja þó ekki fyrir fyrr en eftir viku. Einnig var kosið til þings í Belgíu í dag og benda fyrstu tölur til þess að stjórn frjálslyndra og sósíalista sé fallin. Kristilegir demókratar í Flæmingjalandi eru sigurvegarar kosninganna með rúm þrjátíu prósent atkvæða. Kosið er aftur í Frakklandi á þjóðhátíðardegi Íslendinga eftir viku í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta atkvæða eða kjörsókn er undir tuttugu og fimm prósentum. Síðustu kannanir bentu til þess að hægriflokkur Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, ætti eftir að bæta við sig fjöld aþingsæta. Það mun auðvelda honum að koma í gegn umdeildum stefnumálum. Forsetinn vill lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum verði gert auðveldara að ráða og reka starfsfólk. Því var spáð að sósíalistar töpuðu fjölda þingsæta í kosningunum - sem yrði enn meira áfall fyrir þá eftir að forsetaframbjóðandi þeirra, Segolene Royal, beið lægri hlut í baráttunni við Sarkozy í vor. Færi svo að fylgistapið yrði jafn mikið og spáð var ætlaði Francois Hollande, leiðtogi sósíalista á þingi, að segja af sér og búist við að Royal takið við af honum. Nágrannar Frakka í Belgíu kusu einnig þing í dag. Fyrirfram var talið næsta víst að stjórn frjálslyndra og sósíalista, undir forystu Guy Verhofstadt, forsætisráðherra, myndi falla eftir átta ár við völd og það þó skattar hefðu verið lækkaðir og efnahagur landsins almennt sagður í blóma. Talið er að það taki einhverjar vikur að mynda nýja ríkisstjórn. Fyrir kosningarnar var Kristilegum demókrötum í Flæmingjalandi, undir forystu Yves Leterme, spáð mestum sigir en um leið að þeim myndi reynast erfitt að fá aðra flokka til samstarfs í nýrri ríkisstjórn. Græningjum er þó spáð hlutverki í þeim stjórnarmyndunarviðræðum og jafnvel líka sósíalistum þrátt fyrir hneykslismál sem hafi þjakað þá. Það myndi þýða að að frjálslyndur demókrataflokkur Verhofstadst forsætisráðherra yrði úti í kuldanum.
Erlent Fréttir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira