Hamas herðir tökin á Gaza Jónas Haraldsson skrifar 14. júní 2007 11:06 Vígamenn Hamas sjást hér ganga um götur Gaza í morgun. MYND/AFP Harðir bardagar geysa nú á Gaza svæðinu á milli Hamas og Fatah. Fregnir herma að Hamas hafi náð stjórn á nær öllu svæðinu. Átökin eiga sér stað þrátt fyrir að leiðtogar fylkinganna tveggja hafi náð samkomulagi um vopnahlé seint í gærkvöldi. Vopnaður armur Hamas sagðist í morgun engar skipanir hafa fengið um að leggja niður vopn sín og stuttu seinna skipaði Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah samtakanna, varðsveitum sínum að svara árásum Hamasliða. Búist er við yfirlýsingu frá Abbas síðar í dag um framtíð þjóðstjórnarinnar. Heimildarmenn úr innsta hring Abbas segja að hann sé að velta fyrir sér hvort gera eigi breytingar á ríkisstjórninni eða hætta stjórnarsamstarfi með Hamas. Fatah myndaði þjóðstjórn með Hamas samtökunum í febrúarlok á þessu ári og hefur hún enst rúma þrjá mánuði. Í dag setti Hamas Fatah þann úrslitakost að leggja niður vopn fyrir klukkan fjögur á morgun ellegar láta taka þau af sér með valdi. Fyrr í morgun tóku Hamas samtökin yfir eina af aðalbyggingum öryggissveita Fatah hreyfingarinnar. Fólkinu sem var innandyra var gefinn frestur til þess að forða sér áður en árásin var gerð. Nú rétt í þessu var Hamas svo að krefjast þess að Fatah yfirgefi aðra mikilvæga byggingu en enn hefur ekki verið brugðist við því. Að minnsta kosti 17 manns létu lífið í átökum á Gaza svæðinu í gær. Vitni að bardögunum segja að svo virðist sem Hamas sé að síga fram úr í baráttunni um völdin á svæðinu. Átökin hófust á laugardaginn síðastliðinn og áköll um vopnahlé hafa ítrekað verið virt að vettugi. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði þær vera að íhuga hvort senda ætti friðargæsluliða á svæðið. Hann sagði Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hafa haft orð á því. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur einnig sagt að það væri einn af möguleikunum í stöðunni. Hingað til hafa Ísraelar ekki viljað friðargæsluliða á Gaza svæðinu þar sem þeir telja að þeir muni flækjast fyrir öryggisaðgerðum þeirra. Hamas samtökin sögðu síðan í morgun að þau myndu aldrei samþykkja alþjóðlegt friðargæslulið við landamæri Gaza og Egyptalands. Litið yrði á slíkt lið sem óvinveitt hersetulið, án tillits til þjóðernis þess. Erlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Harðir bardagar geysa nú á Gaza svæðinu á milli Hamas og Fatah. Fregnir herma að Hamas hafi náð stjórn á nær öllu svæðinu. Átökin eiga sér stað þrátt fyrir að leiðtogar fylkinganna tveggja hafi náð samkomulagi um vopnahlé seint í gærkvöldi. Vopnaður armur Hamas sagðist í morgun engar skipanir hafa fengið um að leggja niður vopn sín og stuttu seinna skipaði Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah samtakanna, varðsveitum sínum að svara árásum Hamasliða. Búist er við yfirlýsingu frá Abbas síðar í dag um framtíð þjóðstjórnarinnar. Heimildarmenn úr innsta hring Abbas segja að hann sé að velta fyrir sér hvort gera eigi breytingar á ríkisstjórninni eða hætta stjórnarsamstarfi með Hamas. Fatah myndaði þjóðstjórn með Hamas samtökunum í febrúarlok á þessu ári og hefur hún enst rúma þrjá mánuði. Í dag setti Hamas Fatah þann úrslitakost að leggja niður vopn fyrir klukkan fjögur á morgun ellegar láta taka þau af sér með valdi. Fyrr í morgun tóku Hamas samtökin yfir eina af aðalbyggingum öryggissveita Fatah hreyfingarinnar. Fólkinu sem var innandyra var gefinn frestur til þess að forða sér áður en árásin var gerð. Nú rétt í þessu var Hamas svo að krefjast þess að Fatah yfirgefi aðra mikilvæga byggingu en enn hefur ekki verið brugðist við því. Að minnsta kosti 17 manns létu lífið í átökum á Gaza svæðinu í gær. Vitni að bardögunum segja að svo virðist sem Hamas sé að síga fram úr í baráttunni um völdin á svæðinu. Átökin hófust á laugardaginn síðastliðinn og áköll um vopnahlé hafa ítrekað verið virt að vettugi. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði þær vera að íhuga hvort senda ætti friðargæsluliða á svæðið. Hann sagði Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hafa haft orð á því. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur einnig sagt að það væri einn af möguleikunum í stöðunni. Hingað til hafa Ísraelar ekki viljað friðargæsluliða á Gaza svæðinu þar sem þeir telja að þeir muni flækjast fyrir öryggisaðgerðum þeirra. Hamas samtökin sögðu síðan í morgun að þau myndu aldrei samþykkja alþjóðlegt friðargæslulið við landamæri Gaza og Egyptalands. Litið yrði á slíkt lið sem óvinveitt hersetulið, án tillits til þjóðernis þess.
Erlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira