Hamas-liðar með Gaza-svæðið á sínu valdi Guðjón Helgason skrifar 15. júní 2007 12:15 Liðsmenn Hamas á Gaza fagna sigri. MYND/AP Hamas-liðar hafa lagt allt Gaza-svæðið undir sig eftir blóðuga, vikulanga baráttu við liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas, forseta Palestínumanna. Forsetahöllin í Gaza-borg var hertekin í nótt. Ró hefur að mestu færst yfir svæðið í morgun þó loftið sé enn lævi blandið. Talið er að um 100 Palestínumenn hafi fallið í átökum síðustu viku á Gaza-svæðinu. Hart var barist í gær og þegar kvöldaði fór líkt og margir spáðu og aðrir hvöttu til. Abbas, forseti, leysti upp þriggja mánaða gamla þjóðstjórn Fatah og Hamas og lýsti yfir neyðarástandi á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Búist er við að hann skipi bráðabirgðastjórn í dag og boði síðan til kosninga þegar hægist um. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra og forvígismaður Hamas, er þó ekki á því að víkja og segir stjórn sína starfa áfram. Lög verði sett til að binda enda á átökin. Óvíst er því hvernig málin þróast. Forsetinn hefur enn töglin og haldirnar á Vesturbakkanum en töluvert hefur fjarað undan valdi hans á Gaza. Það virðist því sem spár stjórnmálaskýrenda meðal Palestínumanna séu að rætast - að Vesturbakkinn verði landsvæði Fatah og Gaza undir stjórn Hamas - skýr klofningur hjá Palestínumönnum. Haniyeh segir þetta ómögulegt, Gaza sé órjúfanlegur hluti föðurlandsins. Hamas-liðar lýstu því yfir í morgun að þeir hefðu lagt undir sig forsetahöllina á Gaza í nótt en í gær náður þeir á sitt vald nokkrum helstu landsvæðum Fatah á Gaza. Fjölmargir liðsmenn Fatah, sumir háttsettir, voru teknir höndum í gær og óvíst um afdrif þeirra. Hamas liðar hafa þó lofað að frelsa fjölmarga háttsetta Fatah menn og það verði liður í almennri sakaruppgjöf. Almennum borgurum á Gaza-svæðinu virtist nóg boðið í morgun og gengu fjölmargir úr báðum fylkingum að ræðismannsskrifstofu Egypta í Gaza-borg í morgun þar sem þeir hvöttu fylkingarnar tila ð leggja niður vopn og friðmælast. Hamas-liðar skutu á mótmælendurna þar sem þeir gengu að fundarstaðnum og særðust fimmtán úr þeirra hópi. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Hamas-liðar hafa lagt allt Gaza-svæðið undir sig eftir blóðuga, vikulanga baráttu við liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas, forseta Palestínumanna. Forsetahöllin í Gaza-borg var hertekin í nótt. Ró hefur að mestu færst yfir svæðið í morgun þó loftið sé enn lævi blandið. Talið er að um 100 Palestínumenn hafi fallið í átökum síðustu viku á Gaza-svæðinu. Hart var barist í gær og þegar kvöldaði fór líkt og margir spáðu og aðrir hvöttu til. Abbas, forseti, leysti upp þriggja mánaða gamla þjóðstjórn Fatah og Hamas og lýsti yfir neyðarástandi á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Búist er við að hann skipi bráðabirgðastjórn í dag og boði síðan til kosninga þegar hægist um. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra og forvígismaður Hamas, er þó ekki á því að víkja og segir stjórn sína starfa áfram. Lög verði sett til að binda enda á átökin. Óvíst er því hvernig málin þróast. Forsetinn hefur enn töglin og haldirnar á Vesturbakkanum en töluvert hefur fjarað undan valdi hans á Gaza. Það virðist því sem spár stjórnmálaskýrenda meðal Palestínumanna séu að rætast - að Vesturbakkinn verði landsvæði Fatah og Gaza undir stjórn Hamas - skýr klofningur hjá Palestínumönnum. Haniyeh segir þetta ómögulegt, Gaza sé órjúfanlegur hluti föðurlandsins. Hamas-liðar lýstu því yfir í morgun að þeir hefðu lagt undir sig forsetahöllina á Gaza í nótt en í gær náður þeir á sitt vald nokkrum helstu landsvæðum Fatah á Gaza. Fjölmargir liðsmenn Fatah, sumir háttsettir, voru teknir höndum í gær og óvíst um afdrif þeirra. Hamas liðar hafa þó lofað að frelsa fjölmarga háttsetta Fatah menn og það verði liður í almennri sakaruppgjöf. Almennum borgurum á Gaza-svæðinu virtist nóg boðið í morgun og gengu fjölmargir úr báðum fylkingum að ræðismannsskrifstofu Egypta í Gaza-borg í morgun þar sem þeir hvöttu fylkingarnar tila ð leggja niður vopn og friðmælast. Hamas-liðar skutu á mótmælendurna þar sem þeir gengu að fundarstaðnum og særðust fimmtán úr þeirra hópi.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira