Englendingurinn Marcus Higley er í forystu eins og sakir standa á sjö höggum undir pari en síðasti keppnisdagurinn fer fram á morgun þar sem Birgir mun freista þess að komast enn ofar í stigatöfluna.
Birgir bætti sig um tvö högg á síðari níu holunum í dag. Fyrri níu lék hann á 37 höggum en síðari níu lék hann á 35 höggum. Alla þrjá keppnisdagana hefur hann alltaf leikið betur á síðari níu holunum eða fyrsta dag á 34, svo 36 og í dag á 35 höggum.