Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu bar í dag sigurorð á sterku liði Frakka í Laugardalnum. Leikurinn endaði 1-0 og var það Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoraði markið á 81. mínútu eftir sendingu frá Dóru Maríu Lárusdóttur.
Frakkarnir fengu mjög gott færi til að jafna á 88. mínútu en Þóra B. Helgadóttir varði glæsilega frá leikmanni Frakka. Leikurinn var liður í undankeppni EM og sitja íslendingar nú ásamt Frökkum á toppi riðilsins með 6 stig. Íslenska liðið hefur þó spilað einum leik færra. Næsti leikur er á fimmtudaginn á móti Serbum.
Til að taka dæmi um styrkleika franska liðsins þá er það í 7. sæti styrkleikalista FIFA.