ESA leitar að sjálfboðaliðum í sýndargeimferð Jónas Haraldsson skrifar 20. júní 2007 11:35 Hver veit nema þú gætir orðið einn af geimförum ESA í framtíðinni? MYND/AFP Evrópska geimferðastofnunin er að leita að sjálfboðaliðum til þess að taka þátt í sýndarferð til Mars. Í tilrauninni munu sex manns eyða 17 mánuðum lokuð inni í stórum einangrunarklefa. Fólkið mun vinna og starfa í rými sem samanstendur af nokkrum einingum sem fastar eru saman. Þegar öryggislúgunum verður lokað getur fólkið aðeins haft samskipti við umheiminn í gegnum talstöð sem mun hafa 40 mínútna seinkun á merkinu, til þess að líkja eftir raunverulegum aðstæðum. Geimfarið verður um 550 rúmmetrar að stærð og verður til staðar í rússneskri rannsóknarstöð í Moskvu. Markmið tilraunarinnar er að fá hugmynd um hegðun fólks undir álagi sem líkist því sem geimfararnir eiga eftir að upplifa. Það eina sem þeir upplifa ekki er þyngdarleysi og geimgeislun. Vistir verða takmarkaðar, vinna verður mikil, einkalíf verður nær ekkert og fólkið mun þurfa að búa við þröngar aðstæður. Sýndargeimfararnir verða látnir gangast undir margs konar prófanir. Þar á meðal verður sýndargeimskot, 250 daga geimferðalag til Mars, Marsganga og síðan heimferðin. ESA hefur sagt að þeir ætli sér ekki að stofna lífi neins í hættu en að ansi góða ástæðu muni þurfa til þess að hleypa fólkinu út úr geimfarinu. Væntanlegir umsækjendur verða að vera á bilinu 25 til 50 ára, við góða heilsu, mjög framtakssamir og hressir og ekki hærri en 185 sentímetrar. Reykingafólk, eða fólk sem glímir við annars konar fíkn, fær ekki aðgöngu. Einnig verða viðkomandi að geta talað rússnesku og ensku. Þeir heppnu munu síðan fá 185 dollara á dag þá 500 daga sem ferðin mun standa yfir, eða um 290 þúsund íslenskar krónur á mánuði.Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð hérna. Erlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Evrópska geimferðastofnunin er að leita að sjálfboðaliðum til þess að taka þátt í sýndarferð til Mars. Í tilrauninni munu sex manns eyða 17 mánuðum lokuð inni í stórum einangrunarklefa. Fólkið mun vinna og starfa í rými sem samanstendur af nokkrum einingum sem fastar eru saman. Þegar öryggislúgunum verður lokað getur fólkið aðeins haft samskipti við umheiminn í gegnum talstöð sem mun hafa 40 mínútna seinkun á merkinu, til þess að líkja eftir raunverulegum aðstæðum. Geimfarið verður um 550 rúmmetrar að stærð og verður til staðar í rússneskri rannsóknarstöð í Moskvu. Markmið tilraunarinnar er að fá hugmynd um hegðun fólks undir álagi sem líkist því sem geimfararnir eiga eftir að upplifa. Það eina sem þeir upplifa ekki er þyngdarleysi og geimgeislun. Vistir verða takmarkaðar, vinna verður mikil, einkalíf verður nær ekkert og fólkið mun þurfa að búa við þröngar aðstæður. Sýndargeimfararnir verða látnir gangast undir margs konar prófanir. Þar á meðal verður sýndargeimskot, 250 daga geimferðalag til Mars, Marsganga og síðan heimferðin. ESA hefur sagt að þeir ætli sér ekki að stofna lífi neins í hættu en að ansi góða ástæðu muni þurfa til þess að hleypa fólkinu út úr geimfarinu. Væntanlegir umsækjendur verða að vera á bilinu 25 til 50 ára, við góða heilsu, mjög framtakssamir og hressir og ekki hærri en 185 sentímetrar. Reykingafólk, eða fólk sem glímir við annars konar fíkn, fær ekki aðgöngu. Einnig verða viðkomandi að geta talað rússnesku og ensku. Þeir heppnu munu síðan fá 185 dollara á dag þá 500 daga sem ferðin mun standa yfir, eða um 290 þúsund íslenskar krónur á mánuði.Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð hérna.
Erlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira