Að minnsta kosti tíu manns hafa látið lífið eftir að elliheimili í Rússlandi brann. Fjórir eru slasaðir og að minnsta kosti 300 manns þurftu að yfirgefa heimilið.
Atburðurinn er sá síðasti í röð eldsvoða í heilbrigðisstofnunum í Rússlandi. Síðast í mars, þegar 63 manns létust þegar kviknaði í hjúkrunarheimili í suðurhluta landsins. Síðastliðinn desember urðu 45 konur eldi að bana eftir að kviknaði í meðferðarstofnun í Moskvu.