Lögreglan á Spáni fann 100 kg af sprengiefni í bíl í Ayamonte, um 200 kílómetrum vestur af Sevilla. Einnig fundust hvellhettur í bílnum. Ekki kemur fram hver kom sprengiefninu fyrir.
Aðeins tvær vikur eru liðnar síðan ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, sleit formlega 14 mánaða vopnahléi. Sósíalistastjórnin á Spáni reyndi að koma á friði við ETA en hætti þeim viðræðum eftir sprengingu á Madrídarflugvellinum sem varð tveimur að bana.
ETA hefur banað meira en 800 manns síðustu fjóra áratugi í baráttu Baska fyrir sjálfstæði í N-Spáni og S-Frakklandi.