228 létust í ofsaveðri í Pakistan Sigríður Guðlaugsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 24. júní 2007 10:50 Miklar rigningar hafa verið í Karachi síðustu daga en óveðrið náði hámarki í nótt. MYND/AFP Rúmlega 220 manns hafa látið lífið í höfuðborg Pakistans, Karachi í kjölfar ofsaveðurs í gær. Fjöldi manns lést úr raflosti þegar rafmagnslínur féllu, tré rifnuðu upp með rótum, veggur féll á hóp fólks og fjöldi lét lífið þegar þök á heimilum þeirra hrundu. Ofsarok og hellirigning var í borginni í gær og segja hjálparstarfsmenn á staðnum að mikil flóð hafi orsakað hrun húsa. Björgunarmenn áttu í erfiðleikum með að koma látnum og slösuðum á spítala þar sem algjört umferðaröngþveiti myndaðist. Áður hafði verið greint frá því að 43 væru látnir eftir steypiregnið sem stóð samfleytt í þrjár klukkustundir, en í samtali við Reuters sagði heilbrigðisráðherra Sindh héraðs að 228 væru látnir. Flóðin komu í kjölfar mikilla hita í borginni sem náðu 40 gráðum. Síðustu daga hefur verið rafmagnslaust í borginni sem hefur leitt til uppþota á meðal borgarbúa. Ekki hefur náðst til fjölda svæða vegna ástandsins og er búist við að tala látinna og slasaðra hækki. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á öllum ríkisspítölum og leyfum starfsfólks frestað. Erlent Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Rúmlega 220 manns hafa látið lífið í höfuðborg Pakistans, Karachi í kjölfar ofsaveðurs í gær. Fjöldi manns lést úr raflosti þegar rafmagnslínur féllu, tré rifnuðu upp með rótum, veggur féll á hóp fólks og fjöldi lét lífið þegar þök á heimilum þeirra hrundu. Ofsarok og hellirigning var í borginni í gær og segja hjálparstarfsmenn á staðnum að mikil flóð hafi orsakað hrun húsa. Björgunarmenn áttu í erfiðleikum með að koma látnum og slösuðum á spítala þar sem algjört umferðaröngþveiti myndaðist. Áður hafði verið greint frá því að 43 væru látnir eftir steypiregnið sem stóð samfleytt í þrjár klukkustundir, en í samtali við Reuters sagði heilbrigðisráðherra Sindh héraðs að 228 væru látnir. Flóðin komu í kjölfar mikilla hita í borginni sem náðu 40 gráðum. Síðustu daga hefur verið rafmagnslaust í borginni sem hefur leitt til uppþota á meðal borgarbúa. Ekki hefur náðst til fjölda svæða vegna ástandsins og er búist við að tala látinna og slasaðra hækki. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á öllum ríkisspítölum og leyfum starfsfólks frestað.
Erlent Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira