Sven-Göran til Manchester City

Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, hefur tekið við framkvæmdastjórastöðunni hjá Manchester City. Fréttastofan Sky News skýrði frá þessu fyrir stundu. Eriksson, sem er 59 ára Svíi, hefur verið atvinnulaus eftir Heimsmeistarakeppnina sem fór fram síðasta sumar. Manchester City er við að taka yfirtökutilboði taílenska auðkýfingsins Thaksin Shinawatra.