Brown kominn í Downingstræti Jónas Haraldsson skrifar 27. júní 2007 06:55 Gordon Brown kemur út af fundi með drottningunni í Buckinghamhöll. MYND/AP Gordon Brown kominn í Downingstræti frá Buckingham höll þar sem hann var skipaður forsætisráðherra. Hann fór á fund Elísabetar annarrar, Englandsdrottningar, núna eftir hádegið og þáði starfið formlega úr hendi hennar. Blair sagði í síðasta fyrirspurnartíma sínum á breska þinginu í dag að tveggja ríkja lausn fyrir Ísrael og Palestínu verði að fá forgang umfram allt annað. Búist er við því að hann verði skipaður sérstakur erindreki Fjórveldanna síðar í dag en þau tilkynntu rétt í þessu að sátt hefði náðst um hver yrði erindreki og hver það yrði myndi verða tilkynnt síðar í dag. Blair sagði sitt hlutverk, þegar og ef hann fær hlutverk erindreka, að ná sátt í alþjóðasamfélaginu um hvað skuli gera í málefnum Ísraels og Palestínu. Hann sagði þetta vera mögulegt en ef árangur ætti að nást þyrfti mikla einbeitingu og enn meiri vinnu. Þegar Blair yfigaf þingsal í síðasta sinn kvaddi þingheimur hann með dynjandi lófaklappi. Hann hafði áður hnykkt út með eftirfarandi setningu, „I wish all good luck, friend or foe, and that is that. The end," Hann hvarf síðan á braut til Buckinghamhallar þar sem hann sagði síðan af sér.Brown tekur við í dagGordon Brown er nú á leið til fundar við Englandsdrottningu til þess að taka við embætti sem forsætisráðherra Bretlands.Blair yfirgaf Downingsstræti 10 fyrir fullt og allt að loknum síðasta fyrirspurnatíma sínum í dag. Búist er við að hann tilkynni einnig að hann hætti sem þingmaður Verkamannaflokksins.Talið er að Brown byrji á því að stokka upp í ríkisstjórninni og útnefni nýjan fjármalaráðherra og einnig nýjan innanríkisráðherra. Samkvæmt fréttavef BBC er líklegt að iðnaðarráðherrann Alistair Darling sem er náinn bandamaður Browns verði skipaður næsti fjármálaráðherra. John Reid innanríkisráðherra mun segja af sér.Búist er við að frekari uppstokkun ríkisstjórnarinnar verði ljós á fimmtudag.Brown sem hefur verið fjármálaráðherra frá því að Blair varð forsætisráðherra 1997 hefur sagt að menntun og húsnæðismál verði aðaláherslur hans. Úrbætur á heilbrigðiskerfinu hljóta þó forgang á allt annað.Smellið hér til þess að fylgjast með atburðarásinni. Erlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira
Gordon Brown kominn í Downingstræti frá Buckingham höll þar sem hann var skipaður forsætisráðherra. Hann fór á fund Elísabetar annarrar, Englandsdrottningar, núna eftir hádegið og þáði starfið formlega úr hendi hennar. Blair sagði í síðasta fyrirspurnartíma sínum á breska þinginu í dag að tveggja ríkja lausn fyrir Ísrael og Palestínu verði að fá forgang umfram allt annað. Búist er við því að hann verði skipaður sérstakur erindreki Fjórveldanna síðar í dag en þau tilkynntu rétt í þessu að sátt hefði náðst um hver yrði erindreki og hver það yrði myndi verða tilkynnt síðar í dag. Blair sagði sitt hlutverk, þegar og ef hann fær hlutverk erindreka, að ná sátt í alþjóðasamfélaginu um hvað skuli gera í málefnum Ísraels og Palestínu. Hann sagði þetta vera mögulegt en ef árangur ætti að nást þyrfti mikla einbeitingu og enn meiri vinnu. Þegar Blair yfigaf þingsal í síðasta sinn kvaddi þingheimur hann með dynjandi lófaklappi. Hann hafði áður hnykkt út með eftirfarandi setningu, „I wish all good luck, friend or foe, and that is that. The end," Hann hvarf síðan á braut til Buckinghamhallar þar sem hann sagði síðan af sér.Brown tekur við í dagGordon Brown er nú á leið til fundar við Englandsdrottningu til þess að taka við embætti sem forsætisráðherra Bretlands.Blair yfirgaf Downingsstræti 10 fyrir fullt og allt að loknum síðasta fyrirspurnatíma sínum í dag. Búist er við að hann tilkynni einnig að hann hætti sem þingmaður Verkamannaflokksins.Talið er að Brown byrji á því að stokka upp í ríkisstjórninni og útnefni nýjan fjármalaráðherra og einnig nýjan innanríkisráðherra. Samkvæmt fréttavef BBC er líklegt að iðnaðarráðherrann Alistair Darling sem er náinn bandamaður Browns verði skipaður næsti fjármálaráðherra. John Reid innanríkisráðherra mun segja af sér.Búist er við að frekari uppstokkun ríkisstjórnarinnar verði ljós á fimmtudag.Brown sem hefur verið fjármálaráðherra frá því að Blair varð forsætisráðherra 1997 hefur sagt að menntun og húsnæðismál verði aðaláherslur hans. Úrbætur á heilbrigðiskerfinu hljóta þó forgang á allt annað.Smellið hér til þess að fylgjast með atburðarásinni.
Erlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira