Sport

Forráðamenn Wimbledon sjá rautt

Hér má sjá rauðu nærbuxurnar sem fóru fyrir brjóst mótshaldara á Wimbledon
Hér má sjá rauðu nærbuxurnar sem fóru fyrir brjóst mótshaldara á Wimbledon AFP

Wimbledon mótið í tennis er frekar íhaldsöm keppni og það sannaðist í dag þegar franska stúlkan Tatiana Golovin þurfti miklar málalengingar við dómara til að fá að klæðast rauðum nærfötum á mótinu. Keppendur eru beðnir að klæðast aðeins hvítu á mótinu og fór það fyrir brjóstið á mótshöldurum að sjá Tatiönu flagga rauðum nærbuxum undir annars hvítum klæðnaði sínum.

Svo fór þó að lokum að dómarar gáfu grænt ljós að rauðu nærbuxurnar eftir að sannað þótti að þær næðu ekki niður fyrir kjólfaldinn. "Rauður er litur sjálfstraust og styrks og því er ég ánægður með þær," sagði hin 19 ára gamla Tatiana við blaðamenn fyrir leik sinn í dag. Þar tapaði hún fyrir hinni austurrísku Tamiru Paszek 6-2, 3-6 og 6-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×